Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 12
12
verða málin bezt rannsökuð og rædd, og þar sem um velferðar-
mál landsins er að tala, þá er þetta bezt fyrir land og þjóð.
Atkvæði eins kjósanda er ekld betra en annars. það er engu
meira varið í atkvæði þess kjósanda, sem á heima rétt hjá kjör-
staónum, heldur en þess kjósanda, sem á heima langt frá honum;
þess vegna á að fjölga kjörstöðunum. En að sínu leyti er heldur
ekki minna varið í atkvæði bindindismannsins heldur en áfengis-
mannsins, þó að bindindismenn séu ekki í meirihluta í einhverju
kjördæmi. Úr því að lögin ákveða, að sá eða sá maður eigi að
hafa rétt til að greiða atkvæði, þá eiga þau ekki með alls konar
óeðlilegum ákvæðum, að svifta atkvæðið því gildi, sem það getur
haft í hlutfalli við önnur atkvæði. Og því síður eiga lögin að
gjöra slíkt, þar sem það er heillavænlegra fyrir þjóðfélagið, að
hvert atkvæði hafi svo mikið hlutfallslegt gildi, sem verða má,
þar sem þetta er skilyrðið fyrir því, að velferðarmál landsins verði
sem bezt rannsökuð og rædd.
Hinn frakkneski stjórnvitringur Mirabeau sagði svo 1789:
»Fulltrúaþingin eru fyrir þjóðina alveg hið sama sem landsupp-
drátturinn er fyrir landið; í stóru sem smáu eiga þessar ímyndir
að sýna sömu hlutföll sem frummyndirnar«. þJetta ætti að vera
svo, en það er ekki svo, og allra sízt, þar sem eiga sér stað
venjulegar meirihlutakosningar í kjördæmunum.
Vér höfum áður athugað kjördæmaskiftinguna, að því er
snertir sannfæringu kjósendanna, en nú skulum vér athuga kjör-
dæmaskiftinguna, að því er snertir landsmálin. Með kjördæma-
skiftingunni fylgir meirihlutakosning. Öllum atkvæðum minni-
hlutans er vægðarlaust varpað fyrir borð og ekkert tillit tekið til
þeirra. þetta er að voru áliti ekki rétt og það hefur hinar mestu
og, ég vil bæta við, hinar verstu afleiðingar.
Fyrst og fremst hefur þetta mjög illar afleiðingar, að því er
snertir kjósendurna. það gjörir þá sljóva og áhugalausa á vel-
ferðarmálum þjóðarinnar. Ef kjósandinn er í eindregnum meiri-
hluta, þá hugsar hann sem svo: »Eg þarf ekki að greiða at-
kvæði; minn flokkur sigrar samt«. Svo situr hann heima. En
hinn, sem er í eindregnum minnihluta, hugsar sem svo: »þ»að hefur
enga þýðingu, þó að ég komi. Atkvæði mínu er kastað fyrir borð
og er einskis nýtt«. Svo situr hann heima. Kjósendurnir verða
skeytingarlausir og áhugalausir um velferðarmál þjóðarinnar, sem
þeir þó að réttu lagi eru ráðandi yfir. Einungis þegar tvísýni er