Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 58
58
gerst merkilegar sögur og hennar gæti því lítiö sem ekkert fram
eftir öllum öldum.* 1 Ingólfur kom fyrst að Ingólfshöfða, en fór síðan
vestur eftir til Hjörleifshöfða; þriðja veturinn var hann undir Ingólfs-
fjalli fyrir vestan Ölfusá, og »þau missiri fundu þeir Vífill og Karli
[þrælar Ingólfs] öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði«.
»Ingólfr fór um várit ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem
öndvegissúlur hans höfðu á land komit; hann bjó í Reykjarvík«.
Pað er auðfundið, að Landnáma fer hér fljótt yfir og er allstór-
stíg. Hér kemur það fyrir, eins og víðar í sögum vorum, að það
er eins og engar torfærur hafi verið, það er eins og þeir hafi farið
fljúgandi. »Arnarhváll« er enn hinn sami, og heitir enn »Arnar-
hóll« (líklega eftir Erni föður Ingólfs; en annars getur Landnáma
ekkert um þennan Örn); öndvegissúlurnar hlutu því að reka suður
fyrir land alt, fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa og fyrir Gróttu
á Seltjarnarnesi og svo inn Kollafjörð, og er þetta undarlegt kring-
sól og engin dæmi til að hlutir reki hér þannig. Par með er ekki
sagt, að þetta hafi ekki getað átt sér stað.
Með »heiði« hlýtur að vera meint annaðhvort Hellisheiði eða
Mosfellsheiði; vér vitum ekkert um hvern veg Ingólfur hefur farið;
ekkert um hvernig hann hefur verið útbúinn eða hvað hann hefur
flutt með sér; mikið gat það ekki verið, kominn langt austan af
landi og verið svo lengi á leiðinni, þrjú ár að minsta kosti — ekkert
er getið um eyki né fólk né farangur. Vér vitum ekkert, hvernig
sá bær hefur verið, sem hann reisti í Reykjavík, hvort hann hefur
verið úr timbri eða grjóti eða hnausum, ekkert um, hvar hann
hefur staðið.
Vér vitum ekkert um hvar eða hvaða veg Ingólfur hefur farið,
og komið að þessum stað. En vér getum vel ímyndað oss, að
hann hafi komið Öskjuhlíð og horft yfir landið frá þeirri hæð, sem
»Skólavarðan« stendur á. Ekkert er á móti því að ímynda sér,
að þeir hafi valið hæstu staðina, til þess að sjá því betur yfir
landið, og þannig hafa bæjarstæði hér helzt verið valin, bæði
um þá; Landnáma getur hvergi um að íslendingar hafi fundið þá, þótt svo standi á
einum stað: »Ketill (enn fíflski) bjó í Kirkjubæ, þar höfðu áðr setit Papar, ok
eigi máttu þar heiðnir menn búa«, og seinna: »Hildir vildi færa bú sitt í Kirkjubæ
eptir Ketil, ok hugði at þar mundi heiðinn maðr mega búa; en er ha'nn kom nær
at túngarði, varð hann bráðdauðr; þar liggr hann í Hildishaugi«. — Eitthvað hafa
þeir vitað um þetta.
1 Kálund segir alveg rétt: »Med Ingolfs hjem kan i en vis forstand intet sted
i landet mále sig«.