Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 58

Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 58
58 gerst merkilegar sögur og hennar gæti því lítiö sem ekkert fram eftir öllum öldum.* 1 Ingólfur kom fyrst að Ingólfshöfða, en fór síðan vestur eftir til Hjörleifshöfða; þriðja veturinn var hann undir Ingólfs- fjalli fyrir vestan Ölfusá, og »þau missiri fundu þeir Vífill og Karli [þrælar Ingólfs] öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði«. »Ingólfr fór um várit ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit; hann bjó í Reykjarvík«. Pað er auðfundið, að Landnáma fer hér fljótt yfir og er allstór- stíg. Hér kemur það fyrir, eins og víðar í sögum vorum, að það er eins og engar torfærur hafi verið, það er eins og þeir hafi farið fljúgandi. »Arnarhváll« er enn hinn sami, og heitir enn »Arnar- hóll« (líklega eftir Erni föður Ingólfs; en annars getur Landnáma ekkert um þennan Örn); öndvegissúlurnar hlutu því að reka suður fyrir land alt, fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa og fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi og svo inn Kollafjörð, og er þetta undarlegt kring- sól og engin dæmi til að hlutir reki hér þannig. Par með er ekki sagt, að þetta hafi ekki getað átt sér stað. Með »heiði« hlýtur að vera meint annaðhvort Hellisheiði eða Mosfellsheiði; vér vitum ekkert um hvern veg Ingólfur hefur farið; ekkert um hvernig hann hefur verið útbúinn eða hvað hann hefur flutt með sér; mikið gat það ekki verið, kominn langt austan af landi og verið svo lengi á leiðinni, þrjú ár að minsta kosti — ekkert er getið um eyki né fólk né farangur. Vér vitum ekkert, hvernig sá bær hefur verið, sem hann reisti í Reykjavík, hvort hann hefur verið úr timbri eða grjóti eða hnausum, ekkert um, hvar hann hefur staðið. Vér vitum ekkert um hvar eða hvaða veg Ingólfur hefur farið, og komið að þessum stað. En vér getum vel ímyndað oss, að hann hafi komið Öskjuhlíð og horft yfir landið frá þeirri hæð, sem »Skólavarðan« stendur á. Ekkert er á móti því að ímynda sér, að þeir hafi valið hæstu staðina, til þess að sjá því betur yfir landið, og þannig hafa bæjarstæði hér helzt verið valin, bæði um þá; Landnáma getur hvergi um að íslendingar hafi fundið þá, þótt svo standi á einum stað: »Ketill (enn fíflski) bjó í Kirkjubæ, þar höfðu áðr setit Papar, ok eigi máttu þar heiðnir menn búa«, og seinna: »Hildir vildi færa bú sitt í Kirkjubæ eptir Ketil, ok hugði at þar mundi heiðinn maðr mega búa; en er ha'nn kom nær at túngarði, varð hann bráðdauðr; þar liggr hann í Hildishaugi«. — Eitthvað hafa þeir vitað um þetta. 1 Kálund segir alveg rétt: »Med Ingolfs hjem kan i en vis forstand intet sted i landet mále sig«.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.