Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 153
•53
leikritaskáldskap og nútíðarbókmentir íslendinga yfirleitt og um hverjir hafi mest og
bezt unnið að þvi, að útbreiða þekking á þeim á Þýzkalandi. Söknum vér þar
einkum þess, að fröken M. Lehmann-Filhés skuli ekki vera nefnd á nafn, því bæði
hefir hún afrekað eigi alllítið í þessa átt, og alt, sem eftir hana liggur. er svo vandað
og sýnir svo frábæra þekkingu á íslenzkri tungu, að hana ber að sjálfsögðu að telja
meðal hinna fremstu. Í*að er og miður nákvæmt, að dr. Schweitzer hafi fyrstur
manna vakið eftirtekt á islenzkum bókmentum á þýzka tungu, því þó að hann yrði
fyrstur ti! að rita alment yfirlit yfir þær (1885), Þa ^a^i þó Poestion nokkru áður
þýtt bæði »Pilt og stúlku« (1883) og »íslenzk æfintýri« (1884) og í formálum fyrir
þeim þýðingum bent á nútíðarbókmentir vorar. Vér viljum engan veginn draga úr
þeim heiðri, sem dr. Schweitzer á skilið, en vér viljum, að hver fái það, sem hon-
um ber með réttu.
UM ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENTÍR hefir dr. Georg Brandes ritað
dálítið í grein einni í »Tilskueren« (jan. 1900), og átelur Dani harðlega fyrir með-
ferð þeirra á íslandi, þó ætla hefði mátt, að einmitt það land, vagga allrar norrænnar
menningar, hefði hlotið að verða augasteinn þeirra. Honum finst sjálfsagt, að Islend-
ingar eigi að fá sérstakan ráðgjafa, er kunni íslenzku og hafi ábyrgð fyrir alþingi.
Ennfremur sé það herfilegt, að þeir hafi ekki enn fengið ritsíma. En einna verst sé
þó, hve hið andlega samband milli íslands og Danmerkur sé lítið. Hinar nýrri bók-
mentir Islendinga séu með öllu ókunnar í Danmörku, en á í’ýzkalandi og í Austur-
ríki hafi menn (t. d. Kuchler, Poestion o. fl.) með lífi og sál sökt sér niðar í þær;
og nú sé svo komið, að búið sé að þýða á þýzku af nýíslenzkum ritum tíu sinnum
meira en á dönsku, og í^jóðverjar hæðist að Dönum fyrir það. Danir eigi og ekkert
rit, er samsvari hinni stóru tslenzku bókmentasögu Poestions, en þeir geti þó varla
minkunarlaust látið sér lynda að fara að þýða hana á dönsku.
í hinni nýju safnsútgáfu (»Samlede Skrifter«) af ritum dr. Georgs Brandesar er
og kafli um nýíslenzkar bókmer.tir síðast í 3. bindinu íbls. 719—725). Er þar fyrst
grein hans um sögur Gests Pálssonar, sem áður hefir verið getið í Eimr. (III, Í59),
og siðan önnnr grein um íslenzk skáld, einkum þau, sem Olaf Hansen hefir þýtt
kvæði ettir i »Vagten«. Að siðustu minnist hann á leikritaskáldskapinn, og þá
einkum tvö leikrit, er hann hafi lesið. Annað þeirra er »Jón Arason < eftir Matthias
Jochumsson, sem hann segir að sé kjarnyrt og vel náð lyndiseinkunnum manna, en
á mælginni i tilsvörum (Repliker) persónanna megi sjá, að höfundinn vanti æfingu {
að skrifa fyrir leiksvið. Hitt leikritið, sem dr. Brandes kveðst hafa lesið, er »Sverð
og bagall« (þýzka þýðingin) eftir Indriða Einarsson. Segir hann, að það sé hreint
og ósvikið manniiefndaleikrit, og hafi hið fræga leikrit Ibsens »Kongsæmnerne« ef
til vill haft ofurlítil áhrif á stíl þess, en það sé trúrra sögulegum sannleik, þó það
hins vegar sé ekki eins auðugt af hugmyndum og rit Ibsens. Tilsvörin séu stutt og
kjarnyrt.
UM ISLANDSVININN MIKLA, R. Kr. Rask, hefir dr. Kr. Kálntid skrifað í
tímaritið »Dania« IV, 129—143, og eru þar meðal annars prentuð tvö merkileg bréf
um Rask frá vinum hans á Islandi Er annað þeirra frá Bjarna Thorsteinsson amt-
manni, en hitt frá dr. Sveinbirni Egilssyni. í*ar er og tilfært ýmislegt eftir Rask,
sem sýnir, hve heitt hann unni Islandi og íslenzkum bókmentum. Meðal annars
stendur þetta í bréfi til B. Th. (á íslenzku): »enda veiztu Bjarni minn, að meira verk
mundi ég vinna og frásagnarverðara, eða að minstu hafa vilja að vinna, ef ég vissa
það væri möguligt, þá