Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 36

Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 36
36 hvorki viljann né viðleitnina. En ég hafði ekki skilyrðin. Mig vantaði móðurbrjóstið til að næra hana við og alla þá nærgætnu umhyggju, sem kvenneðlið eitt hefir þegið, og móðurástin hefir til umráða. Eg sá og skildi, að ég varð að koma henni í fóstur. hvað sem það kostaði. Eg var í engum vafa um það, hvar ég skyldi leitast fyrir um fósturvistina. En stúlkan — eina stúlkan, sem ég trúði fyrir Von minni, sem ég vildi vita hana hjá og sem ég gat hugsað til að eiga hana hjá, — hún vildi ekki taka barnið. Eg lagði að henni oft og tíðum, stráði um hana rigningu af hlýjum og mjúkum orðum og leit á hana helmingi stærri augum en alla aðra kvennmenn og heldur en ég hugði, að ég ætti til í eigu minni. Augu mín strjáluðu ljósgjöflum, ylríkum geislum, sem allir streymdu til hennar og ófu fjöllitan friðarboga kringum höfuð hennar og hjarta. En hún braut af sér bænageislana og tók fálega móti hljóm- þýðri viðleitni óska minna. Hún hafði jafnan sömu svörin: »Eg get ekki, vil ekki að hún veslist upp og deyi í mínum höndum«. Eg heyrði á rödd- inni, að einráðinn hugur fylgdi orðunum. En það þótti mér kyn- legt, að hún hortði eftir mér löngum augum, þegar ég sneri mér frá henni og hún hélt, að ég sæi ekki til sín. Dagarnir komu og hurfu. Vikur og mánuðir liðu. f’egar Von litla kom í heiminn, varð ég svo glaður, að ég réði mér varla. Ég gerði mér í hugarlund, að hún myndi létta mér lífið, gefa mér hvöt til að lifa gagnsömu lífi, og ég hélt, að ég fengi fyrirhöfnina endurgoldna síðar. Eg hélt, að hún myndi verða sparisjóður krafta minna og sá arineldur, sem hrumleiki minn og ellibeygja gætu vermt sig við á hélukvöldum og haust- nóttum æfi minnar. Hugsanirnar brugðu sér á leik: Hvað gerði það mér til, þótt hríðin drægi þúsund fjalla þyngd af fönn norðan úr Hvítabjarnar- landi og inn í dalinn minn, svo að ófærðin yrði óvæð á öllum stigum, sem liggja til mannabygða? — Hvaða mein var mér að því, þótt hún sópaði fönninni á hrímlagðan gluggann, svo að ég gæti hvorki lesið né skrifað? Eg bar Von litlu á skauti mínu, læsti örmum mínum um hana og þar hélt ég, að henni væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.