Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 25
25 Ég hef nú í raun réttri ekki meira aö segja. En samt vil ég reyna að gjöra þaö nokkuð ljósara, hvernig kosningar mundu fara fram eftir því, sem hér hefur verið haldið fram. Ég verð því að biðja menn að koma á einhvern kjörfund í einhverjum hreppi og sjá, hvað fram fer. Á kjörstaðnum eru margir menn og hestar, fólk að koma, menn að fara úr reiðfötum, spretta af hestum o. s. frv. Éinghúsið stendur opið og vér göngum inn. I’ar eru nokkrir menn fyrir. Við þingborðið situr hreppstjórinn og tveir menn, kosnir af sýslu- nefnd, til þess að stjórna kosningunum ásamt hreppstjóra. Til hliðar í þinghúsinu er skrifpúlt og þiljað í kring, en á þingborðinu er kassi einkennilega lagaður og grunar okkur þegar, að það sé atkvæðakassinn. Nú fer að líða að hádegi og orðið mannmargt í þinghúsinu. Hreppstjórinn segir við sessunauta sína: »Eru atkvæðaseðlarnir við höndina og bækurnar«. feir játa því. Rís þá hreppstjóri upp úr sæti sínu og'segir: »Ég lýsi því yfir, að kjörþing N. hrepps er sett«. Les hann síðan upp kosningarbréf um kosningar til al- þingis og nokkur fleiri bréf um kosningarnar. Síðan tekur hann til máls og segir: »Viö þessar kosningar hafa boðið sig fram 46 menn. Af þeim eru 20 vinstrimenn og hafa þeir merkið V, 20 framboðar eru hægrimenn og hafa þeir merkið H. Loks eru 6 flokksleysingjar. Peir hafa ekkert sérstakt merki, en samt er bætt við nöfn þeirra merkinu F, til að sýna, að þeir séu í engum flokki. Framboðar eru allir á atkvæðaseðlum, sem hver kjósandi fær eitt eintak af. Kjósandi á að setja kross við nafn þess þingmanns, er hann kýs, og við merki þess flokks, er hann vill fylgja. Skora ég nú á kjósendur að koma fram eftir því sem nöfn þeirra eru lesin upp, og kjósa þingmenn um næsta 6 ára tímabil*. Síðan les hreppstjórinn upp fyrsta nafnið á kjörskránni og bætir við: »Ég skora á kjósendur að gefa gott rúm þeim, sem nefndur er«. Kemur þá einn kjósandi fram úr mannþrönginni, gengur inn að þingborðinu, tekur við atkvæðaseðli, fer síðan að skrifpúltinu og setur þar krossa á tveim stöðum, án þess að nokkur geti vitað, hverj- um hann gefur atkvæði. Síðan leggur hann atkvæðaseðilinn saman, gengur að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann. Annar sessunautur hreppstjórans skrifar, hver greiði atkvæði, en hinn skrifar við nafn kjósandans að hann hafl greitt atkvæði. Síðan kemur einn kjósandi á fætur öðrum og fer á sömu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.