Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 9
6
Sigurður Nordal
Skírnir
þekkir ekki undir eins mót Einars Benediktssonar á
hverju kvæði hans, hverju erindi, oft á einni ljóðlínu,
— þennan tiginborna svip, lotninguna fyrir tungunni,
listinni, tilverunni? Hann byrjaði skáldferil sinn hálf-
þrítugur með kvæðum, sem voru fullþroska að stíl,
hrynjandi og listarbrag. Þegar við lesum ljóðmæli hans,
finnst okkur þau vera tómt einvalalið. Þessi hirð er eins
og Hálfsrekkar, sem Grímur lýsir:
Innsta halnum Hrólfs í garði
Hálfs var yzti rekkur jafn.
Einar hefir varla ort svo stöku né tækifæriskvæði, að
hann setji þeim ekki mark hins mikla skáldskapar. Verk
hans bera ekki einungis vott um stórfelldar gáfur. Að
vísu eru slíkar gáfur fágætar. Hitt er samt enn fágæt-
ara, að menn beini hæfileikum sínum að nógu bröttum
leiðum, þori að færast sannarleg stórvirki í fang, séu
svo vandlátir, að ekkert sé þeim fullkosta nema hið full-
komna. En svo djarfur og göfuglátur í senn var Einar í
list sinni. Það var konungsmerki hans, — gullhjálmur-
inn, sem skáldmenn íslands í framtíðinni geta ekki misst
sjónar á.
II.
Þess ,er enginn kostur að gera neina heildarlýsingu
skáldsins og verka hans í svo stuttu máli. Mig langar
ekki heldur til þess að halda hér lofræðu, sem sé svo al-
menns efnis, að hún komi hvergi nærri neinu því, sem
enn má telja almenningi meira og minna óljóst og tor-
ráðið um manninn og ljóðin. Því vil eg fremur takmarka
umræðuefnið, tengja þessi fáu orð við eitt kvæði. Það
er hóti viðráðanlegra, og þá er meiri von um, að áheyr-
endur standi ekki alveg tómhentir eftir. Eg vel mér að
umtalsefni kvæðið Dettifoss. Þess er rétt að geta, að eg
tel það hvorki meðal allra mestu kvæða skáldsins né
þeirra vandskýrðustu. En það geymir samt út af fyrir sig
mikilvæg drög til lýsingar Einars Benediktssonar. Um