Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 103
100
Ólafur Lárusson
Skírnir
Thoroddsen sýndi fram á að Rauðukambar eru ekki
eldfjall.
Þeir Halldór Jakobsson og Jón Espólín skrifuðu þessi
rit sín 400—500 árum eftir að atburður þessi á að hafa
gerzt. Þeir hafa því sennilega stuðzt við eldri ritaða
heimild, í öllu falli er það ólíklegt, að ártal hafi geymzt
svona lengi í munnmælum einum saman. Nú er ekki til
nema ein rituð heimild um eyðingu Þjórsárdals, sem
eldri er ,en rit Halldórs Jakobssonar, og liggur því næst
að athuga hana og samband frásagna þeirra Halldórs
og Espólíns við hana.
Þessi heimild er Biskupaannálar síra Jóns Egilssonar.
Þeir eru ritaðir um 1600 og eru einskonar saga Skálholts-
biskupa. Síra Jón telur biskupana í réttri röð í þessu riti
sínu og segir frá ýmsu, er gerðist á biskupsárum þeirra.
Um suma eldri biskupana veit hann fátt, annað ,en nafn
þeirra og biskupstíð, enda er sýnilegt, að hann hefir
ekki haft mikið af skrifuðum heimildum við að styðjast.
Eftir að hann hefir getið um Árna biskup Helgason
(1304—1320), sem hann hefir vitað nokkra grein á, en
ruglar þó saman við Árna biskup Þorláksson, nefnir
hann þrjá biskupa, Jón Halldórsson d. 1338, Jón Ind-
riðason d. 1341 og Jón Sigurðsson d. 1348. Síðan kemst
hann svo að orði:
,,Af þessum þrimur hefi eg ekki heyrt grandið frá
sagt, eður neitt hafi við borið, en sögn og ræða manna
hefir það verið, að á tímum þessara VII síðustu biskupa
hafi það skeð, að jökullinn hafi hlaupið austur í Öræf-
um, og tekið af á einum morgni og í einu flóði XL bæja,
en VIII hafi eftir staðið, sem nú standa, og þar komst
enginn maður undan, utan presturinn og djákninn frá
Rauðalæk; það ,er nú eyðijörð fram undan Sandfelli, og
kirkjan stóð þar um allt flóð, en var þó ekki gjörð utan
af tré; hún er nú komin til Sandfells, og það hafa menn
sagt, að þar sjáist víða enn merki til bæja, bæði grjót
og hellur“.
Síðan bætir síra Jón við: