Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 37
34
Guðni Jónsson
Skírnir
mikla við hirðstjórann sjálfan. Vildi hirðstjóri launa hon-
um trúa þjónustu, hét honum þjónustustúlku sinni fyrir
konu og veitti honum Þingeyraklaustur. Skyldi Þorkell
fara norður um vorið ti.l þess að taka við klaustrinu, en
vitja ráðahagsins vorið eftir. Þó að ráð þessi færu dult,
fekk ekkjan grun um, hvað til stæði. Hitti hún Þorkel að
máli, áður en hann fór, og hét honum því, að hún skyldi
drepa bæði hina dönsku stúlku og sjálfan hann, ef orð-
rómur þessi reyndist sannur. Eftir að Þorkell var farinn,
fann ekkjan stúlkuna að máli, og sagði stúlkan henni allt
um hagi sína. Fáum dögum síðar dó ekkjan, og hvarf lík
hennar fyrstu nóttina, sem það stóð uppi. Nóttina eftir
tók stúlkan á Bessastöðum mein mikið; og andaðist hún
innan þriggja nátta með miklum harmkvælum. Hið sama
haust var það eitt kvöld, er Þorkell gekk til sængur að
Þingeyrum, að honum fannst eins og gripið utan um sig,
og fylgdi því hið harðasta tak. Lá hann síðan við mikil
harmkvæli fram til jóla og andaðist svo. Lýkur sögunni
með þessum orðum: „En þó Þorkell yrði ekki langgæðari
en þetta, var hann þó hinn fyrsti valdsmaður á Þingeyr-
um, og hefir þar jafnan síðan verið höfðingjasetur“. Eg
hefi leyft mér að telja, að Þorkell sá, sem hér ræðir um,
sé Þorkell Guðmundsson sýslumaður á Þingeyrum, sem dó
árið 1662, 3ð ára að aldri. Það kemur heim við söguna, að
hann dó á bezta aldri og hafði fengið klaustrið fyrir
skömmum tíma áður, en að öðru leyti verður þjóðsögunni
illa komið heim við það, sem kunnugt er um Þorkel. Það,
sem um afdrif dönsku stúlkunnar segir, minnir á söguna
um Appolloniu Swartskopf, sem dó af illri meðferð á
Bessastöðum árið 1724, og er engan veginn óhugsanda, að
þar sé óljóst samband á milli, þótt allmiklu skakki um
tíma, og minna má á það, að kona sú, er einkum var eign-
aður dauði ungfrú Swartskopf, var ekkja, dönsk, ráðskona
amtmanns. En út í það skal ekki frekara farið. Sagan af
Gizuri á Botnum er skráð eftir sögnum í Landsveit um
1860. Segir þar frá því, að honum tókst að flýja undan
tröllkonu úr Búrfelli, sem elti hann, er hann var á heim-