Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 55
52
Guðni Jónsson
Skírnir
urinn á Fróðastöðum varð hlutskarpari, og’ var honum föstnuð
konan. Síðan var brúðkaupsdagurinn ákveðinn og fjölmenni boðið til
veizlunnar. Sleggjulækjarbóndanum sveið þetta mjög sárt, og fékk
hann mann einn, sem boðinn var til veizlunnar i Síðumúla, til þess
að vega brúðgumann. Sá er nefndur Jón, sem til þessa verð. Jón
var maður hraustur og djarfur. Hann fór nú til boðsins eins og
aðrir og lét á engu bera. Leið svo að kveldi, og stóðu menn upp
frá borðum. Skuggsýnt var við stofudyrnar, og stóð Jón þar og
beið þess, að brúðguminn kæmi út. En þegar hann kom, lagði Jón
hann í gegn með sveðju, sem hann hafði haft hjá sér. Féll þá br-úð-
guminn dauður niður og flaut i blóði sínu. Jón tók þegar á rás,
og var honum veitt eftirför. Hljóp hann þvert niður völlinn og ofan
að Hvítá og þar að henni, sem hún fellur i gegnum ás einn mill-
um hamra tveggja. Eigi hikaði hann þar við, heldur stökk hann
yfir á klettunum, og eru nú 16 álnir danskar á milli þeirra.-
En það er frá boðsmönnum að segja, að enginn þeirra tréystist til
að stökkva yfir ána á eftir Jóni eða leita hans framar um nótt-
ina, því að þá var skuggsýnt orðið. Daginn eftir hófu þeir leitina
að nýju, en fundu þó ekki Jón. Hann var alveg sloppinn úr hönd-
um þeirra, og ætluðu menn síðan, að hann mundi hafa komizt 1
skip og farið utan. En eftir víg þetta var hann ætíð kallaður Jón
murti“.
Eins og ljóst má vera af samanburði þessara frásagna,
eru það einungis fá atriði, sem varðveitzt hafa óbrengluð
i þjóðsögunni. Einu atriðin, sem halda velli, eru þau, að
morð hafi verið framið í Síðumúla einhvern tíma í fyrnd-
inni, að morðinginn hét Jón og var kallaður murti og að
honum tókst að sleppa undan refsingu. Allt annað er meira
eða minna málum blandað. Tilefni og orsök glæpsins er
öll önnur og allar aðstæður og atvik við morðið stórum
breytt frá því, sem segir í hinni skilorðu, gömlu frásögn
um þennan sviplega atburð. Hér er bilið milli hinnar sönnu
sögu og þjóðsögunnar orðið býsna langt.
VII.
Áður en ég skilst við þetta mál, þykir mér hlýða að
minnast lítils háttar á tímatalið í þjóðsögunum. Það er
alkunnugt, að þjóðsagan horfir ekki í það að gera menn
að samtímamönnum, þótt jafnvel aldir liðu á milli þeirra.
Greypilegasta dæmið af því tagi er það, er þjóðsögur segja,