Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 169
166
Sig-urjón Jónsson
Skírnir
í Vestmannaeyjum, og má því í fljótu bragði virðast
kynlegt, að einmitt þar skuli vera talið æskilegt, að
fleirum en héraðslækni væri veitt leyfi til lækninga. Or-
sökin er vafalaust sú, að menn hafa talið sig hafa lítil
not dönsku læknanna. Hefir fyrst og fremst málið bag-
að, því að ekki var þess krafizt þá, að embættismenn
skildu mál landsmanna eða gætu gert sig þeim skiljan-
lega, og má nærri geta, hver not menn hafa getað haft
af læknum, er þeir gátu hvorki talað við né skilið. Auk
þess voru laun héraðslækna og öll kjör þá svo bágborin,
að telja má víst, að ekki hafi aðrir danskir læknar sótt
um embætti hér á landi en þeir allra lélegustu, sem eng-
inn vildi nýta í heimalandi þeirra og ekki áttu sér þar
neins frama von, nema helzt ef þeir vildu vinna það til,
að gegna embættisþjónustu í nokkur ár hér, í útlegðinni.
Svona var þá læknaskipunin fyrir 100 árum: 7 em-
bættislæknar (eða 8, ef J. Sk. er talinn með, sem rétt-
ast er), og 4 þeirra danskir, meira og minna gagnslaus-
ir, af áður töldum ástæðum. Og enginn þeirra, nema
héraðslæknirinn í Vestmannaeyjum, hafði nein tök á
því, hversu duglegur sem verið hefði, að koma nema
litlu broti af héraðsbúum sínum að liði, vegna þess hve
læknishéruðin voru víðlend. Menn geta hugsað sér,
hvernig þeir mundu una slíku ástandi nú á dögum.
Til þess að reyna að bæta ögn úr skák, var stöku
mönnum veitt lækningaleyfi. Einn þeirra hafði læknis-
próf: Ólafur Thorarensen á Hofi í Hörgárdal, en svo
er helzt að sjá sem hann hafi hliðrað sér hjá lækning-
um, eftir því sem hann gat. Hinir voru allir ólæknislærð-
ir, og höfðu meir og minna takmarkað lækningaleyfi-
Er svo að sjá sem héraðslæknum hafi verið í sjálfs vald
sett, að veita slík lækningaleyfi eða synja um þau. Eins
og áður er drepið á, mun óhætt að gera ráð fyrir, að
allir séu taldir, er lækningaleyfi höfðu og heima áttu í
þeim 155 prestaköllum, er svör komu úr árin 1839—
1845. Skal nú þess helzta getið um þessa menn og störf
þeirra, eftir því sem prestakallalýsingarnar greina, og