Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 171
168
Sigurjón Jónsson
Skírnir
1839) er þess getið, að „einn læknir, Stephan að nafni
Thomasson, praktíseri þar með samþykki hra Kirurg.
E. Jónssonar“. Er það að líkindum sá hinn sami, sem
haft er eftir Gísla Konráðssyni í ritgerð Dr. Jónassens
í Tímar. bókmfél. (neðanmáls á bls. 236) að hafi verið
,,í læri“ hjá Páli Melantrix Þorbergssyni, er drukknaði
á Breiðafirði 1831.
5. 1 austurumdæminu í Norðlendingafjórðungi, hinu
eiginlega fjórðungslæknisumdæmi, er fyrstan að telja
Ólaf Thorarensen cand. med. á Hofi, sem áður er get-
ið. Auk hans höfðu 2 prestar þar lækningaleyfi, þeir
séra Gunnar Gunnarsson í Laufási og séra Jón Jónsson
á Grenjaðarstað, höfðu báðir lækningaleyfið frá kon-
ungi, og eru þeir einu, sem þess er getið um.
6. í Austfirðingafjórðungi er getið tveggja, er hafi
lækningaleyfi. Annar þeirra var í Stafafellssókn (1842),
„gáfu- og merkismaðurinn Hjörleifur Jónsson. . . . Hann
er nú 75 ára og mjög heilsulasinn. Hann hefir leyfi frá
sál. Chirurgus Sv. Pálssyni“. — Hinn var séra Ólafur
Indriðason á Kolfreyjustað. Hann hefir sjálfur ritað lýs-
inguna úr Kolfreyjustaðarsókn (sept. 1841), og er hún
meðal hinna ítarlegustu um heilbrigðismálin. Þar segir
m. a. svo um þetta: „Torsótt er héðan til læknis, er á
hingað rífar 2 þingmannaleiðir um torsóttan veg, og hef
ég því hagvent hér í sókninni þeirri litlu þekkingu, sem
ég hefi í læknisfræðum, með góðfelldu samkomulagi við
læknirinn, þegar hans hefir ekki orðið leitað eða sérlega
við þurft“. Enn er sagt í lýsingunni úr Hólmasókn í
Reyðarfirði (nóv. 1843), eftir að lýst hefir verið erfið-
leikunum við að ná til hins skipaða læknis: „Vegna
þessa ráðaleysis eru nokkrir hér eystra, einkum sumir
prestar, sem fást dálítið við lækningar, og kemur það
oft að góðu haldi í hinum almennustu sjúkdómum“.
Ekki er þess getið, hverjir þessir prestar hafi verið;
vafalaust hefir séra Ól. Indr. verið einn þeirra, en lík-
lega hefir enginn hinna haft lækningaleyfi.
7. Eystra umdæmi Suðuramtsins. Auk héraðslæknis-