Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 148
Skírnir
Hvernig- eyddist byg-gð íslendinga
145
að nefna hér aðeins þrjá þeirra. Tvo af þeim mun Nan-
sen ekki hafa þekkt, því að hann var ávallt mjög ná-
kvæmur í því að geta um heimildarmenn, en nefnir þá
þó ekki í ofannefndu riti, þar sem hann getur þó svo
rækilega um heimildir.
Árið 1774 var íslenzkur trúboði, Egill Þórhallason að
nafni, á Grænlandi og heimsótti bæði Eystri- og Vestri-
byggð, að því er vér nú vitum, þó að hann héldi sjálfur,
að hann hefði aðeins komið í Vestribyggð, því að þá var
álitið, að Eystribyggð hefði verið á austurströndinni.
Honum var kunnugt um skoðun Egedes og eftirmanna
hans og hæddist að henni í viðbæti við bók sína Rudera,
er kom út í Kaupmannahöfn 1776.
Övíða í bókmenntunum er að finna betri dæmi þess,
hvernig skýr hugsun, þó að með alda-millibili sé, kemst
að sömu niðurstöðu út frá sömu grundvallarástæðu, en
kemur fram hjá Agli Þórhallssyni og Nansen, þó að hinn
fyrri skýri hana í stuttum, hvassyrtum viðbæti, en hinn
síðari í löngum kapítula og byggi á góðum heimildum.
Agli Þórhallasyni finnst sú staðhæfing einna fjar-
stæðust af öllum fjarstæðum hinnar „réttu“ kenningar,
að Svartidauði, sem borizt hafi frá Noregi, hafi dregið
svo úr þrótti Norðurálfubúa á Grænlandi, að þeir hafi
orðið auðveld bráð Eskimóunum. Vér vitum, segir Egill,
að Norðurálfubúar og Eskimóar höfðu allmikið sam-
neyti á 14. öld. Hvaða ástæðu höfum vér til að ætla, spyr
hann, að drepsótt, sem berst hingað frá Evrópu, leggist
einungis á Evrópumenn og eyði þeim, en að enginn falli
fyrir veikinni af Eskimóum og að þess vegna eigi þeir
auðvelt með að gera út af við þá fáu hvítu menn, sem
eftir lifðu? Agli þykir hið gagnstæða sennilegra, því að
eftir hans viti leggist evrópskar farsóttir miklu þyngra
á hina frumstæðu Ameríkubúa en á Evrópumenn sjálfa.
Egill hrekur þessa staðhæfingu og bendir á, að hafi
Svartidauði borizt til Grænlands, muni tiltölulega meira
hafa dáið úr honum af Eskimóum en af Norðurálfu-
raönnum, og hefðu því hlutföllin snúizt við, þannig, að
10