Skírnir - 01.01.1940, Síða 138
Skírnir
Hvernig' eyddist byggð íslendinga
135
lögtekin á Grænlandi árið 1000, biskupsdæmi stofnað og
ennfremur drepið á vöxt kirkjunnar eftir það. Hún virð-
ist hafa haft tiltölulega minni völd í Grænlandi en í lönd-
um Evrópu. Biskuparnir virðast frekar hafa verið áhrifa-
menn en valdhafar.
Fyrir sagnfræðinga hefir það mest gildi, í sambandi
við kirkjuna, að í fyrirmælum og öðrum skjölum, er koma
frá sjálfum páfunum, og í öðrum kirkjulegum skýrslum
er að finna beinar upplýsingar um, hvernig ástandið hefir
verið á Grænlandi, og eins má með þeim sannprófa aðrar
heimildir. Þessar aðrar heimildir eru aðallega frá Islandi.
Norðurálfubúar þeir, er tóku sér bólfestu á Grænlandi,
settust að inni í fjarðarbotnum, eins og áður hefir verið
drepið á, og stunduðu landbúnað. En allt frá byrjun munu
þeir þó hafa treyst á veiði jafnframt, og þó öllu meira
á fiski. Fornleifarannsóknir sanna þetta, því að bein af
veiðidýrum' hafa fundizt í öskuhaugum frá fyrstu tím-
um. Meira verður af þessum beinum eftir því sem haug-
^rnir eru yngri, er sýnir það, að menn hafa stundað veið-
því meira sem lengur leið.
En lítið er um veiði inni í fjörðunum, þar sem bæirnir
voru; hún var miklu frekar úti við fjarðarmynnin. Þá
oins og nú var minna um veiði sunnantil á Vestur-Græn-
landi en norðar, og liggja til þess eðlilegar ástæður
Helztu veiðidýrin eru selir, rostungar og hvítabirnir. —
Selir eru að vísu til þar sem ís er ekki, en yfirleitt er
miklu meira um þá innan um ís, og þar er miklu auð-
veldara að veiða þá með aðferðum Eskimóa. Rostungar
ei’u stærri og auðveiddari en selir og halda sig innan um
ís. Meira er um þá þar sem mikill er ís, og auðveldara er
að ná þeim uppi á ís en á sundi. Hvítabirnir teljast að
vísu til landdýra eftir vaxtarlaginu, en eru í rauninni
sjávardýr. Þeim er ísinn nauðsynlegur eins og rostung-
unum.
Þess vegna fóru íbúar bæði Eystri- og Vestribyggðar
veiðiferðir norður með ströndinni, norður fyrir vestri
(t>- e. nyrðri) byggðina. I fyrstu munu þeir hafa farið