Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 226
Skírnir
Ritfregnir
223
og gerir aldrei beina tilraun til að beygja hann undir sitt ástúð-
lega vald.
Þegar Avaldi er orðinn líkamlegur örkumla maður og við hann
hefir verið sagt: Hingað og ekki lengra, getur hann loks komið
á móti konu sinni, en þá eins og frjáls og fagnandi maður. Sorinn
hefir brunnið úr sál hans.
Það er inntak bókarinnar og fagnaðarboðskapur, að hið illa verð-
ur ekki með illu út rekið, heldur aðeins með góðu yfirunnið.
Guðmundur Daníelsson hefir sýnt með þessari bók, að hann kann
að byggja skáldsögur og tefla fram mörgum persónum á breiðu
leiksviði, þannig að þær standi lesanda skýrt fyrir sjónum. Hann
stendur nú mjög framarlega í sveit islenzkra rithöfunda og er
liklegör til mikilla afreka í framtíðinni.
Jón Magnússon.
Hrubý, Jan: Nonni skald z pulnocní výspy. Praha 1939. 266 bls.
Ekki er nú titillinn árennilegur fyrir þá, sem ekki skilja, og það
gera víst engir hérlendir menn, og ekki heldur sá, er þetta ritar,
því að þetta er tékkneska; sá sem þetta ritar fer eftir þýzkri þýð-
ingu, sem fyrir honum liggur jafnhliða frumritinu. En titillinn er
skemmtilegur eins og hann er vegna þess, að hann sýnir, hversu
langa og landsfjærri vegu frægð íslendings getur farið. Á islenzku
er fyrirsögnin: Nonni, skáldið mikla úr hánorðri. Þegar menn hafa
heyrt það, vita menn, að átt er við síra Jón Sveinsson S. J. landa
vorn, og nafn þessa manns hefir flogið víðar um allar álfur en
nafn nokkurs annars íslendings, og rit hans hafa verið þýdd á tung-
ur, sem engir okkar kunna og margir naumast hafa heyrt nefndar.
Síra Jón er konungur frásagnarlistarinnar, sem því miður nú er
heldur lítils metin í voru landi. Menn eru hér enn undir áhrifum
þeirrar stefnu, er ríkti á Norðurlöndum fyrir og um aldamótin, og
höfundar vorir eru enn þá að byrkja og taka innan úr, skerandi og
flensandi sálarlíf og hugarfar manna, en frásagnarlistin, sem var
höfuðprýði fornbókmenntanna, er nú komin upp í miðjar hlíðar.
Þráðurinn í sögum og frásögum síra Jóns er allajafna mjór, og
ef hann einn ætti að bera þær uppi, myndi ekki þykja hátt á þeim
nisið, en síra Jóni er það sérstaklega lagið með stíl sínum og frá-
sagnarhæfi, að gera óbrotnustu og jafnvel ómerkilegustu atvik að
fi'ásagnarefni, svo að unun sé að hlýða á og lesa, og það er ein-
fnitt þessi leikni og list, sem hefir gert síra Jón heimsfrægan.
I riti þessu lýsir síra Hrubý æfi síra Jóns og ætt, og leggur bók-
•nenntalegt mat á verk hans. Það er vafalaust rétt hjá höf., að frá-
sagnarsnilldina hafi síra Jón fengið í vöggugjöf, en þó má með öllu
telja óvíst, að nokkuð hefði nýzt af henni, ef hann hefði ekki bráð-
nngur komizt í tæri við erlendar þjóðir og mannazt með þeim og
niótazt af þeim, án þess þó að missa þess hins íslenzka, sem þegar