Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 75
72
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
Jón glápti á mig. Svo sagði hann, vinirnir:
— Ég er nú alveg hissa! Hvað er með þig, maður?
. . . Jú, hún kvað vera að fram komin af berklum og eiga
að fara á Vífilsstaði strax og þar losnar pláss.
Ég gekk þarna frá honum og ráfaði og ráfaði um bæ-
inn. Ég vissi víst varla af mér, fyrr en ég stóð við dyrnar
á Landakotsspítalanum. Og ég fór inn. Ég hitti eina
nunnuna og spurði mig fyrir. Jú, það var einmitt heim-
sóknartími . . .
— Hvað ég vildi þarna, vinirnir? Kveðja hana, auð-
vitað, nú þegar ekki var lengur nein hættan á, að við
kynnum að leggja út á neinar hættulegar götur. Jú, þið
haldið það. Ég hefi stundum hugleitt það síðan, hvert
erindið hafi .eiginlega verið. Og það var þetta: að fá að
heyra, hvað hún hafði ætlað að segja í hvamminum forð-
um. Ekki svo að skilja, vinirnir, að ég efaðist um, hvers
efnis það hefði verið, en mig þyrsti eftir að heyra orð-
anna hljóðan, heyra orðin af hennar munni. Ég var því
fyrst og fremst að fara mín vegna, m í n v e g n a, vinirnir.
Símon hló, kalt og hart. Svo hélt hann áfram:
— Það lá heilmargt á sömu stofu og hún, en það var
líka margt í heimsókn, og það talaði hátt, sumt af því,
svo að við gátum sagt sitthvað, án þess að það lenti til
annara . . . Humm. Hvort mér hnykkti ekki við að sjá
hana. Jú, munurinn var mikill. Það voru ekki græn blöð
og rauð reyniber, ekki sól og svanir og angan um alla
geima, en haustkvöldin eru sjálfsagt stundum falleg í
Múla, með svartlygnum sjó og hrímgaðri jörð og him-
ininn alsettan táknum og stórmerkjum.
Hún brosti steinhissa, þegar hún sá mig.
— Mundirðu virkilega eftir mér, Símon? sagði hún.
Já, þetta sagði hún við mig, vinirnir, spurði mig nú
að þessu. En ég hafði ekki um þetta mörg orðin. Ég sagði
bara já. Svo fór hún einhverjum orðum um það, að nú
væri ég orðinn mikill maður. Það hefir sjálfsagt heitið
svo fyrir vestan, og gott var það og blessað, vinirnir, en
mér var nú annað ríkara í huga, og við höfðum ekki