Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 23
20
Sigurður Nordal
Skírnir
spá Israfels, einu af torveldustu og djúpsæjustu kvæð-
um Einars, nálgast hann grundvallaratriði kristilegrar
hugsunar: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er
himnaríki, sælir eru hreinhjartaðir, því að þeir munu
guð sjá“. Loki, Lucifer, ljóshnýsni engillinn með forvitnu
augun, „sá andi, sem fjötrast við reynslu og rök“, —
verður honum ímynd hins sálarseka.
En við getum líka skilið fjarlægðina milli takmarka
skáldsins og verka, ef við hverfum frá þessari innri bar-
áttu að búningi kvæðanna. Valdi Einars á tungunni hef-
ir að maklegleikum verið við brugðið, og mönnum hefir
orðið tíðvitnað í unnnæli hans:
Eg skildi, að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.
Hitt gleymist fremur, að það var sama skáldið, sem í
æsku sagði:
----mitt ljóð er án máls —
og löngu síðar:
Hvert mannsbrjóst á einhvern innsta róm,
sem orð ekki fann að segja.
Honum var ekki einungis ljóst, að hann hafði ekki öðl-
azt þá reynslu, sem hann hungraði og þyrsti eftir, nema
í leiftrum og brotum. Hann fann líka til þess, að jafnvel
það, sem hann skynjaði, gat hann ekki sagt. Hugsunin
hrökk ekki til þess, orðin þaðan af síður. Lesendur kvæða
hans verða stundum að renna grun í það, sem fyrir hon-
um vakir, með sams konar hugboði og hann hafði sjálf-
an órað fyrir leyndardómunum. En þetta hugboð gat
honum fundizt svo óviðunandi, að takmörkin milli svefns
og vöku, jafnvel tilveru og tilveruleysis, þurrkuðust út:
Oss dreymir. Vér urðum aldrei til.
Það má segja, að sundurleitnin í fari Einars Bene-
diktssonar, sem eg hefi reynt að vekja hér athygli á í
fáum dráttum, skipti litlu í samanburði við afrek hans,