Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 108
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
105
hefði tíðkazt hér á landi alla leið niður á 14. öld,15) og
þegar Þorvaldur Thoroddsen hafði komizt að raun um
það, að það var rangt, sem síra Jón Egilsson sagði, að
dalurinn hefði eyðzt af gosi úr Rauðukömbum, þá var
hann þó enn svo bundinn af hinni ríkjandi skoðun, að
hann fór að reyna að rekja eyðingu dalsins til annara
eldgosa á 14. öld.lfi)
Heimildir þær, er nú hafa verið nefndar, réttlæta það
því ekki, að telja byggðina í Þjórsárdal hafa eyðzt 1311
eða 1343 og yfirleitt ekki þá skoðun, að dalurinn hafi
ekki farið í eyði fyrr en á 14. öld, og margar aðrar lík-
ur benda eindregið til þess, að hann hafi verið kominn
í auðn alllöngu fyrr. Mun eg nú minnast á nokkrar af
þeim líkum.
Eins og áður var getið mun síra Jón Egilsson ekki
hafa stuðzt við skrifaðar heimildir, er hann ritaði um
eyðingu dalsins. Hann hefir farið þar eftir munnmælum
einum saman. Hann var prestur í Hrepphólum í 37 ár
(1571—1608) og tók við staðnum af afa sínum, síra
Einari Ólafssyni, sem þar hafði verið prestur í 18 ár
(1553—1571).17) Munnmælin, sem síra Jón fór eftir,
eru því munnmæli þau, sem gengið hafa í Hreppunum,
næstu sveit við Þjórsárdal, og þótt síra Jón hafi ekki
skráð rit sitt fyrr en litlu eftir 1600, er öll ástæða til að
ætla, að síra Jón hermi þessi munnmæli svipuð því, sem
þau höfðu gengið þar í sveitinni ekki seinna en um miðja
16. öld, og geri eg þá ráð fyrir, að hann hafi heyrt þau
hjá afa sínum, síra Einari, sem hann hafði ýmsan fróð-
leik frá. Munnmælin sögðu, að dalurinn hefði eyðzt af
gosi úr Rauðukömbum. Þetta er rangt. Þorvaldur Thor-
oddsen hefir sýnt fram á það, að Rauðukambar eru ekki
eldfjall og hafa því aldrei gosið. Dalurinn getur því ekki
hafa eyðzt af gosi þaðan. Það, að þessi þýðingarmikla
villa var komin inn í munnmælin, þegar síra Jón heyrði
þau, sýnir, að þá var svo langt liðið frá því að dalurinn
eyddist, að það var ekki aðeins algerlega fallið í
Sleymsku, hver ástæðan til eyðileggingarinnar var,