Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 166
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
163
urt og hreint mál á takteinum, sem sumir þessara gömlu
presta. Kemur þetta dálítið á óvart fyrst, en er raunar
auðráðin gáta: það eru áhrifin frá Bessastöðum og kenn-
urunum þar, þeim Hallgrími Scheving og Sveinbirni Eg-
ilssyni, er hafa mótað málfar prestanna, sem margir
voru lærisveinar þeirra, en þeir Sveinbjörn urðu, svo
sem kunnugt er, fyrstir manna til að koma af stað þeirri
endurreisn íslenzkunnar, er vér búum að enn í dag, eft-
ir að þeir voru orðnir kennarar við Bessastaðaskóla á
2. tug nítjándu aldar.
Þá er að snúa sér að efninu og líta á, hvernig heil-
brigðismálum var skipað hér fyrir 100 árum og hvern-
ig heilbrigðisástandið var þá, eftir því sem ráðið verð-
ur af svörum prestanna og þeim öðrum he.imildum, sem
ég hefi notað.
III.
Fyrsta spurningin, er að þessu lýtur, sem prestunum
var send til úrlausnar (63. sp.), er svona:
,,Eru þar (þ. e. í sókninni eða prestakallinu) læknar
settir af konungi eður aðrir, og þá hverjir, sem leyfi
hafa til lækninga?“
Fullar 30 prestakallalýsingar láta þessari spurningu
uieð öllu ósvarað. Úr sumum prestakallanna er ekkert
ú svörunum að græða annað en það, að þar hefir ekki
átt heima neinn skipaður læknir og ekki heldur neinn,
er hefði lækningaleyfi. Úr 5 þeirra er svarið: ,,Nei“,
úr 2: „Fellur burt“, úr einu: „Ekki hér“, og úr einu:
>>Þessi spurning nær ekki hingað“. Vafalaust má telja,
að sama máli gegni um þau prestaköll, er ekkert svar
kom úr við þessari spurningu. Úr mörgum prk. er tek-
fram, að þar hafi enginn lækningaleyfi. Úr sumum
Prk. ér getið um, til hvaða læknishéraðs þau teljist og
hvar héraðslæknir (eða fjórðungslæknir) sitji, og enn-
fremur er þess getið, ef einhver á heima í prestakallinu,
er hafi lækningaleyfi. Mun óhætt að ætla, að þar komi
hll kurl til grafar úr þeim 155 prestaköllum, er svör
ll*