Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 235
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Jón Finnsson, fyrv. sóknarprestur, Reykjavík,
Jón Jónsson, fyrv. alþingismaður, bóndi í Stóra-Dal, og
Þórólfur Sigurðsson fró Baldursheimi, skrifstofustjóri, Reykjavík.
Stóðu fundarmenn upp og minntust hinna látnu félagsmanna.
Síðan á síðasta aðalfundi höfðu verið skráðir 14 nýir félagsmenn.
2. Þá las forseti upp ársreikning félagsins fyrir síðastliðið ár
og efnahagsreikning þess við lok þess árs. Höfðu athugasemdir ekki
verið gerðar við þá af endurskoðöndunum. — Hr. Eggert P. Briem
bað um skýring á einu atriði í reikningnum yfir tekjur og gjöld síð-
astliðið ár, kostnaðinn við registur yfir Sýslumannaæfir. Svaraði
féhirðir og bókavörður honum nokkrum oi'ðum, svo að fullnægjandi
þótti. Fundarstjóri bar síðan ársreikninginn og efnahagsreikning-
inn undir atkvæði, og voru þeir samþykktir í einu hljóði.
Enn fremur las forseti upp reikning fyrir sjóð Margr. Lehmann-
Filhés og Afmælissjóð Bókmenntafélagsins.
3. Þá voru kosnir endurskoðendur; var stungið upp á að endui'-
kjósa þá, er verið höfðu, og var það gjört, þeir Brynjólfur Stefáns-
son framkvæmdastjóri og Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmálaflutn-
ingsmaður endurkosnir.
4. Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu á yfirstandandi ári. Kvað
hann félagið mundu gefa út Skírni eins og síðastliðin ár og 1. hefti
4. bindis af Annálunum, Setbergsannól; sæi Jón Jóhannesson mag.
nú um útgáfuna. Enn fremur myndi félagið gefa út á þessu árif
fyrir fé úr sjóði Margr. Lehmann-Filhés, 20 arka bók um íslenzkar
þjóðsögur og þjóðtrú; hefði dr. Einar Ól. Sveinsson tekið að sér að
semja þá bók.
í sambandi við skýrslu forseta um bóka-útgáfu félagsins á yfir-
standandi ári spurðist hr. Eggert P. Briem fyrir um það, hvað liði
útgáfu ævisagnabókar þeirrar, er félagið ætlaði að gefa út. Svar-
aði forseti þeirri fyrirspurn og skýrði frá því, að dr. Páll Eggert
Ólason væri nú byrjaður að vinna að þessu verki, félaginu að
kostnaðarlausu samkvæmt samningi við ríkisstjórnina.
Þá spurðist hr. Steinn Dofri ættfræðingur fyrir um það, hvað
liði framhaldi á útgáfu bréfabókar Guðbrands biskups. Kvað for-
seti framhald hennar verða prentað bráðlega og gefið út á næsta ári.
5. Því næst skýrði forseti frá úrslitum kosninga. Höfðu þeir
allir verið endurkosnir, er frá skyldu fara að lögum; las forseti upp
fundargerð kjörfundar, er fram hafði farið 15. s. m., og var hún
þannig:
„Árið 1940, laugardag 15. júní, hélt fulltrúaráð Bókmenntafé-
lags kjörfund í lestrarsal Þjóðskjalasafns. Kjósa skal: Forseta og
varaforseta til 2 ára og fulltrúa 2 til 6 ára í stað Ólafs prófessors
Lárussonar og dr. Þorkels Þorkelssonar.
Kosningar fóru þannig: