Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 188
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
185
Valþjófsstaðaprk., sú hin sama, er ein allra lýsinganna
nefnir tæringuna. Styður þetta óneitanlega þá áætlun, að
sú sjúkdómsgreining prestsins (séra Stefáns Árnasonar)
hafi ekki verið alveg út í bláinn, því að, eins og kunnugt
er, veldur berklaveiki líka oft eitlabólgu. Og það er varla
vafamál, að eitlabólga hefir verið áberandi tíð þarna, úr
því að það þótti taka því, að nefna hana. Schleisner segir
(bls. 3) að kirtlaveiki (Schrophulose) sé fátíð í landinu, og
eiginlega hvergi til, nema í einstaka fjölskyldu í Reykjavík
og í Múlasýslum, en þar, einkanlega í Fljótsdalshéraði,
rnegi hún heita algengur sjúkdómur meðal barna á flestum
heimilum.1) Þetta, í sambandi við það, að tiltölulega oftast
er getið um brjóstveiki í Austfirðingafjórðungi, gæti bent
á, að þar hafi eitthvað af brjóstveikinni verið berklaveiki
víðar en í Valþjófsstaðarprk., og að berklaveikin hafi einna
fyrst náð fótfestu á Austfjörðum. En engin tök eru á að
rannsaka það hér svo, að nokkuð verði um það fullyrt.
'Ginklofa (trismus neonatorum) er getið í 14 prk., og
ftiá ætla, að hans, eins og holdsveikinnar, sé getið alls stað-
ar, þar sem hans hefir orðið vart, af því að sérstaklega
var um þessa sjúkdóma spurt. Eins og kunnugt er, voru
Vestmannaeyjar aðalheimkynni hans. í Iýsingunni þaðan
er tafla yfir fædd börn og dáin úr ginklofa um nokkurt
árabil. Sést á henni, að á 5 ára tímabilinu 1838—1842
fseddist 101 barn í prestakallinu, og af þeim dóu 72 úr
ginklofa. Auk þess segir í lýsingunni, að ósjaldan hafi
eldri börn dáið úr ginklofa, upp til 6 ára aldurs, og stund-
um hafi hann lagt í gröfina fulltíða fólk á öllum aldri. Má
af þessu ráða, hvílík drepsótt þetta var. Auk Vestmanna-
eyja er ginklofa getið í 13 prestaköllum, öllum nema einu
í nágrenni við eyjarnar, nefnilega í einu prk. í Vestur-
Skaftafellssýslu, 7 prk. í Rangárvallasýslu,9) 3 prk. í Ár-
nessýslu og 1 prk. í Gullbringusýslu, og loks í einu prk. í
ísafjarðarsýslu. Þar er hann nefndur ásamt holdsveiki, og
Sagður sjaldgæfari en hún. — Vestmannaeyjapresturinn
1) Auðkennt af mér.