Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 89
86
Baldur Bjarnason
Skírnir
að gera Mexíkó að keisaraveldi undir franskri vernd.
Hann dreymdi um rómverskt-káþólskt stórveldi vestan
hafs, sem stæði í nánu sambandi við Frakkland og gæti
orðið drottnandi ríki í hinni spönskumælandi Ameríku.
Hið engilsaxneska stórveldi vestan hafs, Bandaríkin,
voru þá klofin í tvö bandalög, er áttu í blóðugri borg-
arastyrjöld (þrælastríðið). Það voru því ekki miklar
líkur til þess, að Bandaríkin gætu hindrað ráðagerðir
Napóleons. Napóleon bauð ýmsum konunglegum mönn-
um í Evrópu keisarakórónu Mexíkó, en enginn vildi
þiggja það boð, fyrr en Maximilian erkihertogi af Aust-
urríki, bróðir Franz Jósefs Austurríkiskeisara, lét til-
leiðast og fór vestur urn haf og tók keisaradóm í Mexí-
kó 1864. En skömmu síðar lauk borgarastyrjöldinni í
Bandaríkjunum með algerðum sigri Norðurríkjanna, og
stjórnin í Washington tilkynnti Napóleon, að Banda-
ríkin gætu samkvæmt Monroereglunni ekki þolað, að
Frakkar blönduðu sér í innanríkismál ameríkskra ríkja.
Þorði Napóleon ekki annað en að kalla her sinn heim.
En Maximilian varð eftir í Mexíkó með lítinn her, skip-
aðan málaliðsmönnum frá Evrópu og nokkrar mexík-
anskar, kaþólskar hersveitir. Juarez gerði uppreisn og
meiri hluti landsmanna gekk honum á hönd. Fóru svo
leikar, að fylgismenn Maximilians biðu algerðan ósigur
og hann sjálfur var handtekinn og skotinn 1867. Þótti
það grimmdarverk mikið og ekki að ástæðulausu, því
að Maximilian var göfugmenni hið mesta, en þess ber
að geta, að frá sjónarmiði Juarez var Maximilian fyrst
og fremst útlendur valdaræningi og ófriðarseggur, sem
honum bar skylda til að losa ættland sitt við. Juarez
varð nú forseti Mexíkó um nokkurra ára skeið. Juarez
var framfaramaður mikill og lét leggja vegi, brýr og
járnbrautir um landið þvert og endilangt. Hann lét sér
mjög annt um að efla alþýðufræðsluna í landinu og
byggja þar skóla og sjúkrahús. En honum tókst ekki
að brjóta vald kirkjunnar á bak aftur, og eftir dauða
hans hófust aftur flokkadrættir og borgarastríð í land-