Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 170
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
167
verða þeir taldir eftir læknishéruðum í sömu röð og þau
voru talin hér á undan.
1. 1 vestara umdæminu í Suðuramtinu (héraði land-
læknis) er getið Hallvarðar nokkurs Jónssonar í lýsing-
unni úr Reykholtsprestakalli, er hafi þar lækningaleyfi.
Auk þess er úr tveim prestaköllum getið um, að ein-
hverjir hafi þar vit á lækningum, og þá væntanlega fá-
ist eitthvað við þær, en ekki eru þeir nefndir og orða-
lagið svo óákveðið, að ekki verður séð, hvort nokkrir
þeirra hafa haft lækningaleyfi.
2. Syðra umdæmi Vesturamtsins. í Akraprestakalli
í Mýrasýslu eú getið um einn mann, er hafi „læknisleyfi
að fara með lækningar“, en ekki er hann nafngreindur.
I Hvammsprestakalli í Dalasýslu er getið tveggja presta
þar í sýslunni, er fáist við lækningar, „hvörra hjálp
mörgum að haldi kemur“. Eru það séra Þorleifur Jóns-
son í Hvammi og séra Bjarni Eggertsson á Kvenna-
brekku. Ekki er þess beinlínis getið, að þeir hafi haft
lækningaleyfi, ,en líkast til hefir svo verið.
3. Nyrðra' umdæmi Vesturamtsins. Þar verður ekki
séð, að neinn hafi haft lækningaleyfi, og úr sumum
Þrestaköllum er það tekið fram, að enginn hafi lækn-
ingaleyfi þar nema f jórðungslæknirinn, þótt menn hafi
bans engin not vegna fjarlægðar.
4. Norðlendingafjórðungur, vestara umdæmið. í lýs-
ingu úr Fagraness- og Sjávarborgarsóknum (8. febr.
1840, séra Jón Reykjalín) er getið um 2 menn, er selji
>,meðul frá fjórðungslækninum fengin og líklega með
bans lofi eðá þegjandi samþykki brúkuð“. Ekki eru þeir
nafngreindir, og ekki er laust við, að andi heldur kalt
til a. m. k. annars þeirra, en aftur á móti er fremur lof-
iega getið hins þriðja, sem ,er „einn fátækur bóndi inn-
an Borgarsóknar, náttúraður til að hjálpa mönnum og
skepnum og leita hægðar í sjúkdómstilfellum“ o. s. frv.
blá ráða það af lýsingunni, að tveir hinir fyrr töldu hafi
baft einhvers konar lækningaleyfi, en sá síðast nefndi
ekki. I lýsingu úr Reykja- og Mælifellssóknum (24. okt.