Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 96
Skírnir
Mexíkó
93
menningarríki handan við hafið. Munu þau verða fær
um að verða höfuðból heimsmenningarinnar, þegar
gamla Evrópa er komin í þrot? Allt er í þróun og sköp-
un vestan hafs, jafnvel þjóðirnar eru ekki fullskapað-
ur. Þetta á við um Mexíkómenn ekki síður en aðrar
Ameríkuþjóðir.
Enn eru kynstofnar landsins ekki algjörlega runnir
saman í eina heild. Jafnvel ekki að máli. Að vísu tala
8/a af íbúum landsins spönsku, en rúmlega Vd, eða hér
um bil 2 milljónir, tala ýmis Indíánamál. Eftir málum
deilast mexíkönsku Indíánarnir í þrjá meginstofna:
Zapoteka, Azteka og Maya. Aztekarnir eru fjölmenn-
astir og byggja stór svæði af hásléttunni og Anahuac-
dalnum. Þeir eru um 1 milljón að tölu. Sínu frumletri
hafa þeir tapað og nota nú latneska stafrofið, en mál
þeirra er hið sama og* á dögum Cortesar og Montezuma.
í*eir eru hávaxnir menn og herðabreiðir, með blásvart
hár, arnarnef og stórgerða, karlmannlega andlitsdrætti
og gulbrúnt hörund. Zapotekar búa sunnan til og vest-
an í landinu. Þeim svipar í flestu til Azteka. Þjóðflokk-
ar þeirra eru iðnir og sparneytnir og ágætir bændur.
^eir eru drenglyndir og gæflyndir, en grimmir og harð-
skeyttir, ef svo ber undir, og ágætir hermenn. Að skap-
gerð eru, þeir dulir og fámálugir og frá sjónarmiði
hvítra manna oft þunglyndir. Þeir eru vel gefnir og list-
fengir, og gefnir fyrir vísindaiðkanir, úr hópi þeirra
hafa komið margir ágætir læknar og náttúrufræðingar.
Mayar eru ólíkir þessum þjóðum. Þeir eru minni vexti,
líkamsbyggingin fíngerð og andlitsdrættirnir smágerð-
ari og hörundið oft rauðgult. Þeir voru áður fyrr á öld-
orn mesta menningarþjóð í Ameríku, en standa nú langt
að baki frændum sínum í Mexíkó. Þeir byggja Yukutan-
skagann og lifa nú mest á kvikfjárrækt, skógarhöggi
°£ gúmrækt, en stunda lítið akuryrkju. Þeir hafa varð-
veitt þjóðfélagsform sitt og sjálfstæði betur en Aztek-
a*’> og höfðingjar þeirra eru því í raun réttri óháðir
lýðveldisforsetanum í Mexíkóborg.