Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 97
94
Baldur Bjarnason
Skírnir
Mayarnir eru aðeins hálf milljón að tölu, en þeim
hefir á síðustu árum fjölgað mjög ört, bæði í bæjurn
og sveitum Yukutanskagans, að því er virðist á kostnað
hinna spönskumælandi Mexíkómanna. Meginþorri Mexí-
kóbúa eru Mestizar, þ. e. blendingur af Indíánum og
Spánverjum. Þeir eru nærri um % af íbúum landsins.
Þeir eru yfirleitt hærri vexti en Spánverjar, en grann-
vaxnari og veikbyggðari en Indíánarnir, ljósbrúnir á
hörund með brúnsvart hár. Oft eru þeir mjög fríðir sýn-
um, einkum kvenfólkið; þeir eru latari og framtaks-
lausari en Indíánarnir, en oft eru þeir áhlaupamenn, ef
í það fer. Þeir eru listelskir mjög, einkum söngelskir,
fjörmiklir og léttúðugir. Þeir eru minni lærdómsmenn
en Indíánar, en gáfaðir að eðlisfari. Oft eru þeir ágætir
rithöfundar og ræðumenn. Síðustu tvo mannsaldrana
hafa þeir ráðið mestu í landinu, á sviði menningar og
stjórnmála. Yfirleitt mun mega segja, að hinir mexí-
könsku Mestizar séu frekar Indíánar en hvítir menn,
því að meginhluti þeirra er ekki Spánverjar, nema að
t/4 eða Yg parti. Það er líka sannað mál, að allur þorri
þeirra manna í landinu, sem kallast Kreólar og telja
sig afkomendur spönsku innflytjendanna, séu flestir
meira eða minna blandaðir Indíánablóði; áður var tal-
íð, að fimmti hver maður í landinu væri óblandaður
Spánverji, en síðustu rannsóknir hafa leitt í Ijós, að að-
eins V20 af íbúunum eru óblandaðir hvítir menn. Hrein-
ir Indíánar munu vera tæpur 14 af landsmönnum, og
allmargir þeirra hafa glatað móðurmáli sínu og tala
spönsku; óblönduðum Indíánum fækkar stöðugt og
spánskan vinnur hægt og hægt á, á kostnað aztekisk-
unnar, en aftur á móti varðveita Mayar tungu sína, sem
fremur virðist breiðast út, á kostnað spönskunnar. En
Mayar eru svo lítil þjóð, að þeirra gætir ekki í svo stóru
landi, sem að flatarmáli er um 2 millj. km2 með 17
millj. íbúa.
Þrátt fyrir allan innbyrðis mismun, telja allir Mexí-
kómenn sig eina þjóð, og eru manna þjóðræknastir, —-