Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 124
Guðmunchtr Fríðjónsson
Veizlugleði Sextug- endurminning
Unglingar, sem nú eru á báðum buxunum, eiga um
margar skemmtanir að velja, einkanlega í þorpum og
höfuðborginni sjálfri.
Sveita-unglingar hafa samkomur og útvarp, sumir
þeirra.
Eg læt ósagt um það, hvort lífsgleðin er þeim mun
meiri nú, en hún var fyrir 50 árum, sem tækifærin eru
fleiri og betri en þau voru fyrrum. Það gengur svo, að
kálfar launá misjafnt ofeldi, og er sá orðaleikur eldri
en tvævetur.
Þegar eg um næstliðnar veturnætur bar að vitum mér
blómvendina, sem að mér voru réttir, sjötugum, í aftan-
skini sumaraukans, lét eg hugann reika víða, og nam hann
Þá sérstaklega staðar við brúðkaupsveizlufagnað, sem
fram fór á næsta bæ við Sand. Sá bær heitir Hraunkot.
Brúðhjónin hétu Jónas og Guðrún og urðu síðar
tengdaforeldrar Jóhannesar á Syðra-Fjalli, föður Þor-
kels doktors, og Rögnvaldar Péturssonar dr. í Winnipeg.
Eg var þá 10 ára, eða þar um bil, og hafði aldrei áð-
ur lent í mannfagnaði.
Áður en veizlan hófst, var norðan illviðri og grenj-
andi brimhljóð, sem barst um dalinn. Eg horfði hnípinn
út í svartmarann, sem var yfir hafinu, og hlustaði
ú háreisti brimgarðsins og óttaðist þann Þránd, sem
verða myndi í götu minni til veizlunnar. En veðurofsann
l*gði og brimganginn þann morgun, sem veizlugestir
bjuggu sig til veizluferðar, og urðu þá niðurlútir menn
upplitsdjarfir.
Eg vildi búast veizluskrúða strax að morgni, þó að