Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 145
142
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
að hækka, eða senda hana með skipi til Ítalíu. Páfinn
féllst á það, að aðstaðan væri erfið með þetta, en hélt,
þegar á allt væri litið, að bezt væri að erkibiskupinn
seldi húðirnar því verði, sem hann gæti bezt fengið fyrir
þær. Honum þætti vænst um, að erkibiskupinn kæmi þessu
í kring sem fyrst, því að páfastóllinn væri mjög þurfandi
fyrir fé (til þess að kosta fyrirhugaða krossferð).
Nikulás V. skrifaði árið 1448 biskupunum á fslandi,
að sig tæki sárt raunasagan af íbúum Grænlands, sem
öldum saman hefðu haldið tryggð við heilaga kirkju.
Hann hefði nýlega komizt að því, að fyrir þrjátíu árum
hefði þetta fólk orðið fyrir árásum af Skrælingjum, sem
hefðu herjað á heimkynni þess, eyðilagt allt nema níu
sóknarkirkjur, drepið mikið af íbúunum og hertekið
marga aðra. Þær níu kirkjur, sem enn stæðu, væru ,,í
afskekktustu sveitunum, en þangað gætu þeir (Skræl-
ingjarnir) ekki komizt með góðu móti, af því að um
þröng fjallaskörð væri að fara“. Samtímis því, er páf-
anum bárust þessar fregnir, hafi hann einnig heyrt um
það, að margir af hinum herteknu mönnum væru komnir
heim til sín aftur, gerðu þar endurbætur eftir því sem
auðið væri og ætluðu sér að halda áfram með guðsþjón-
ustur. En svo fátækir væru þeir, að öll þessi þrjátíu ár
hefðu þeir ekki haft efni á að kosta presta eða biskup,
og því hefðu þeir orðið að vera án prestlegrar hand-
leiðslu þennan tíma, að undanteknum nokkrum mönnum,
sern eftir erfitt ferðalag „hafði tekizt að ná til þeirra
kirkna, er Skrælingjarnir hefðu látið óhreyfðar". Nú
væru Grænlendingar að biðja páfastólinn að senda sér
fulltrúa til þess að sinna andlegum þörfum þeirra. Páf-
inn bauð því biskupunum á fslandi, ,,sem eftir vorum
skilningi eru einhverir hinir næstu biskupar við fyrr-
nefnda eyju“, að senda presta til Grænlands til þess að
sjá um hinar endurreistu kirkjur og veita sakramentið.
Ennfremur, ef það þætti tiltækilegt, væri íslenzku bisk-
upunum boðið að vígja hæfan mann til biskups yfh'
Grænlandi.