Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 16
Skírnir
Einar Benediktsson
13
hann verða að náttúrunni, „eins og niðurinn af öldunum
við ströndina og ómurinn af vængjaflugi tímans kæmi frá
honum sjálfum". f svip þykir honum „sem anda hans væri
ekkert of hátt og ekkert of lágt“. En þrá hans og leit ná
lengra en hann getur skynjað á þennan hátt. Var hann
ekki skynjaður og skilinn til fulls af annari æðri sál, sem
elskaði hann, eins og hann elskaði moldina? Þetta varð
ekki nema spurning, skilningur alheimssálarinnar var hon-
um árangurslaus ofraun, gagnvart henni fann hann til ótta
fremur en elsku, andi hans blakaði varfleygum vængjum
að ströndum „hins ókunna lands, þar sem allar bylgjur
brotnuðu og hurfu í sjálfar sig aftur“, líkt og hann síðar
kemst að orði í Pundinu:
-----bænirnar lyftast af hálfum hug
sem hópvilltir ungar, seinir i förum,
á óravegum, um víðáttu sanda,
með vænglamað flug,
er falla við sjónhring fjarlægra stranda.
Samt hafði hann eygt þessar strendur, viðleitni hans bar
hann í áttina til þeirra, og hann vissi stefnuna.
Það sem hann í þessu litla broti finnur til, stamar fram
með hálfkveðnum orðum, verður síðan hinn gullni þráður
í öllum skáldskap hans. Þessarar hverfulu og ósegjanlegu
reynslu er hann allt af að leita og leitast við að lýsa henni.
Og hann hefir komizt nær því en nokkurt annað íslenzkt
skáld. Ef við tökum trúarbrögð í orðsins dýpstu merkingu,
án þess að hugsa um kenningar nokkurs sérstaks trúar-
flokks, án þess að blanda trúarlífinu saman við lögteknar
játningar og borgaralegt siðferði, þá er Einar Benedikts-
son eitt af okkar mestu andlegu (religiösu) skáldum.
Þetta kemur fram í erindinu, sem eg tilfærði áðan.
Hugsunin um, að afli fljótsins og fossins verði stjórnað
af tækni mannvitsins, bendir honum á enn háleitara tak-
mark. Mannkyninu er ætlaður miklu meiri hlutur en að
hagnýta sér náttúruöflin. Mannssálin sjálf er afl, „aflið,
sem í heilans þráðum þýtur“. Þetta afl er ekki framleitt
af heilanum, heldur komið frá hinni miklu uppsprettu and-