Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 201
198
Ritfregnir
Skírnir
þetta gerir enginn svo að allir verði á eitt sáttir um hvert kvæði
og hefðu ekki heldur kosið eitt og eitt burtu og önnur í staðinn.
Eg mundi t. d. ekki hafa sleppt „í dögun“, „Dikonissa“, Dr. D. W.
Fiske, „Með ströndum fram“ o. fl. En í heild sinni er úrvalið
ágætt sýnishorn af kvæðum, meðferð, skoðunum og skaplyndi hins
mikla skálds, og vei'ður eflaust til þess að opna augu almennings
fyrir hinum dýra fjársjóði, sem fólginn er í verkum hans. Að því
styður mjög hin mikla ritgerð próf. Nordals, framan við kvæðin,
um Stephan G. Stephansson. Er hún sem vænta mátti ágætlega
samin, af djúpum skilningi á skáldinu og verkum hans, er hvort
bregður ljósi yfir annað, og hefir naumast enn verið samin slík
mannlýsing á öðrum skáldum vorum. Hefir höf. þar jafnt stuðzt við
bréf Stephans sem kvæðin.
Rekur hann fyrst stuttlega æfiferil skáldsins, en víkur því næst
að lýsingunni og segir: „Ein öruggasta leiðin til þess að kynnast
mönnum til hlítar, er að skyggnast eftir þeim andstæðum í fari
þeirra og lífskjörum, sem togast á um þá: vonum og vonbrigðum,
áformum og framkvæmdum, draumum og veruleika — hvers þeir
óska og hvers þeim er synjað, hvei'jar eru hinar ríkustu tilhneig-
ingar þeirra og hvað hamlar þeim að þroskast og njóta sín í sam-
ræmi við þær“. Samkvæmt þessu verða sjónarmiðin, er hann
athugar Stephan frá og koma fram í fyrirsögnum kaflanna: Ein-
yrki og skáld — Snilld og toi'f — Heimaland og fósturland ■—- Forn-
öld og samtíð — Aðalsmaður í alþýðustétt —Bardagamaður og
friðarvinur — Trú og vantrú — Hversdagsmaður og ofurmenni.
Hér er ekki rúm til að rekja hina snjöllu meðferð höfundar á
þessum efnum, en andann í greininni sýna þessi orð úr niðurlag-
inu: „Allt, sem ég hef þótzt athuga skást um Stephan, hafði hann
séð betur sjálfur. Eg hef gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör
hans. Það er sannleikurinn. Um kvæði hans hefir mér fundizt því
meira sem ég las þau betur, og ríkari skilningur á manninum hefur
varpað á þau nýjum ljóma. Maðurinn reyndist því skemmtilegri
og girnilegri til fróðleiks, sem ég gerði mér betri grein fyrir því,
að styrkur hans er ekki styrkur fátæktarinnar, heldur auðlegðar-
innar, — að þar eru sundurleitir og óstýrilátir miskliðir i eðlis-
þáttum og æfiraunum stilltir til fjölraddaðs samræmis".
G. F.
Frank Ie Sage de Fontenay: Uppruni og áhrif Múhammedstrúar.
Fyrirlestrar fluttir við Háskóla íslands veturinn 1939—1940.
Reykjavík. Útgefandi ísafoldarprentsmiðja h.f. 214 bls.
Það var vel ráðið, er Frank le Sage de Fontanay sendiherra var
í vetur sem leið fenginn til að flytja fyrirlestra við háskóla vorn,
enda fengu fyrirlestrarnir góðar viðtökur og voru áheyrendum til
mikillar ánægju. Sendiherrann er hinn prýðilegasti ræðumaður.