Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 161
158
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
arguðfræði eða kirkjusögu, munu ekkert telja eðlilegra
en þennan fund. Því að það er alkunna, að trúarleg tákn
haldast við miklu lengur en trúarbrögðin sjálf. Þeir, sem
jarðaðir höfðu verið í grafreit þeim, er Davis fann, hafa
ef til vill ekki verið kristnir í öðrum skilningi en þeim,
að þar hafi haldizt við hið kristilega tákn, krossinn.
Sjötíu árum þar á eftir er til frásögn frá því sama
svæði, er þeir Frobisher og Davis komu á, sem styrkir
frásögn þeirra. Hún kemur dálitlar krókaleiðir til vor,
því að hana er að finna í bók um Vestur-Indíur. Frakkn-
eskur maður, Charles de Rochefort, fer í bók sinni Hi-
storie naturelle et morale des Iles Antilles de l’Amérique
(Rotterdam 1658) dálítinn útúrdúr, til þess að koma að
frásögn frá Nicolas Tunes frá Flushing. Tunes lýsir fólki,
sem hann hafði liitt á ferð sinni 1656 norður í Davissundi,
á 64° 10' norðl. breiddar, þ. e. í nánd við Gilbertsund.
de Rochefort segir (bls. 194—195) : „Viðvíkjandi fólki
því, er á heima á þessu landi, þá sáu sjómenn okkar tvær
tegundir, er lifðu saman og virtist vera bezta samkomu-
lag og fullkomin vinátta milli þeirra. Önnur tegundin
var mjög há vexti og vel vaxin, greinilega ljós yfirlitum-
. . . Hin tegundin var miklu lágvaxnari, dökk yfirlitum,
samsvaraði sér sæmilega vel að því undanteknu, að fæt-
urnir voru stuttir og gildir“.
Eftir þessu sá Tunes 1656 tvær tegundir manna í hér-
aði því, þar sem Nörlund viðurkennir að íbúar frá Norð-
urálfunni hafi haldizt við að minnsta kosti fram til 1520.
Eftir lýsingu Tunes hefði önnur tegundin átt að vera
nærri því eða alveg hreinir Eskimóar, en hin tegundin
gat verið að hálfu eða þrem fjórðu hlutum evrópsk.
Hvorri skoðuninni, sem menn fylgja um hina fornu
landnema á Grænlandi, ber öllum saman um, að meðal
þeirra 17 000 ,,Eskimóa“, sem nú eru á Grænlandi, séu
fáir eða engir án evrópskra blendingseinkenna, sumir
meira að segja svo líkir Evrópumönnum að útliti, að
væru þeir í venjulegum fatnaði, yrði ekki tekið eftir
þeim í hópi Ameríkumanna eða Evrópumanna.