Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 168
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
165
hin sömu og hinna skipuðu lækna, og má því telja, að
uni þetta leyti hafi verið tveir héraðslæknar í Norðlend-
ingafjórðungi. Jósef Skaftason bjó á Hnausum í Húna-
vatnssýslu.
6. Austfirðingafjórðungsumdæmi. Það voru báðar
Múlasýslur og Austur-Skaftafellssýsla. Þar var dansk-
ur maður, Beldring, fjórðungslæknir 1832—1844, bjó
á Brekku í Fljótsdal. Hafði hann tekið læknispróf 1832,
en 9 árum fyrr hafði hann tekið guðfræðipróf og verið
síðan kristniboði á Grænlandi ein 5—6 ár. Ætla ég, að
hann sé eini ,,geistlegi“ embættislæknirinn, sem verið
hefir hér á landi. Næst á eftir honum var Gísli Hjálm-
arsson skipaður læknir í umdæminu.
7. Eystra umdæmi Suðuramtsins: Vestur-Skaftafells-,
Rangárvalla- og Ásnessýsla. Héraðslæknir var þar um
bessar mundir Skúli Thorarensen, bjó á Móeiðarhvoli
í Rangárvallasýslu. Næstur á undan honum var Sveinn
Pálsson héraðslæknir í þessu umdæmi; hafði hann feng-
lausn frá embætti 1833, þá kominn yfir sjötugt. Er
bess getið í lýsingu úr Reynis- og Höfðabrekkusóknum,
dags. í marz 1840, að hann dvelji þá í Vík í Mýrdal hjá
syni sínum og komist nálega ekki að heiman, ,,.en hjálp-
ar þeim, er til hans leita, með ráðum og meðulum, þá
hann hefir nokkur undir hendi“. — Sveinn andaðist í
Usesta mánuði eftir að þetta var ritað.
8. Vestmannaeyjasýsla. Hún var, eins og áður er
sagt, gerð að sérstöku læknishéraði 1828, en svo er að
sJá á lýsingunni þaðan, sem læknir hafi ekki komið þar
fyrr en 1835, því að þar er 63. spurningunni svarað á
þessa leið: „Hér eru læknarar síðan árið 1835 settir af
konungi, en aðrir hafa eiginlega ekki leyfi til lækninga,
Sem þó væri óskandi að veitast mætti“. Þetta ártal get-
Ur ekki verið rétt, því að 1828—1831 var danskur mað-
Ur> Lund að nafni, læknir þar, og 1832—1839 annar
áanskur maður, Bolbroe að nafni. Eftirmenn hans voru
Lka danskir fram um 1860. Hvergi á landinu var um
þessar mundir líkt því eins auðvelt að ná til læknis og