Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 142
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
139
frá villutrú kaþólskunnar og færa þeim hina hreinu
Lútherstrú.
Á Egedes tímum var það orðin föst trú, meira að segja
með fslendingum, sem þekktu þó betur til þessa en aðrir
Norðurálfubúar, að Eystribyggð, sem forfeður þeirra
höfðu rætt um að staðaldri allt fram á 14. öld, hefði verið
á austurströnd Grænlands og Vestribyggð á vesturströnd-
inni. Rústir þær af kirkjum, bæjum og kirkjugörðum, sem
Egede fann á suðvestanverðu Grænlandi, áleit hann þess
vegna að væru leifar af Vestribyggð. Honum virtist svo
sem landar hans, er horfnir voru úr byggðinni, hefðu ekk-
ert skilið eftir annað en þessar minjar. Hann gat ekki
Eeyrt nokkurt norrænt orð, er hann hlustaði eftir máli
Eskimóanna, og hann varð ekki var við neinar minjar
evrópskra siða eða kristinnar trúar hjá þeim.
Nokkrum árum seinna, sérstaklega eftir að börn Egedes
voru orðin fær í máli Eskimóa, fóru trúboðarnir að heyra
sögur um það, hvernig og hvers vegna Grænlendingar hin-
Á fornu hefðu horfið. Aðalástæðan var sú, að þeir hefðu
orðið veiklaðir eftir að sambandið við Evrópu hætti. Þeir
Lefðu ekki getað náð í járn til vopna, þeir hefðu orðið
veikir af að ná ekki í fæðutegundir þær, er Norðurálfu-
búar þarfnast til þess að halda heilsu. Þessir veikluðu
hvítu menn hefðu svo orðið fyrir árásum Eskimóa, ekki
í einni stórfelldri herferð, heldur voru það smáskærur
öðru hvoru. Loks var síðasta setrið eytt og hinir hvítu
íbúar þess lagðir að velli.
Egede og eftirmenn hans á Grænlandi héldu þessu fram,
°g varð þetta að fastri kennisetningu, er vísindamenn í
Evrópu vildu skýra það, hvernig og hvers vegna Norður-
álfubúarnir hefðu horfið á miðöldunum.
Samkvæmt kenningunni, eins og hún myndaðist, átti
begar í upphafi að hafa sézt tákn þess, að endalokin yrðu
hörmuleg. Þó að íslendingar þeir, er fyrst settust að á
Grænlandi, fyndu þar enga menn fyrir, höfðu þeir þó
íundið merki um menn á ströndinni, eins og t. d. einkenni-
^ga skinnbáta, samskonar og þá, er þeir sáu síðar hjá