Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 221
218
Ritfregnir
Skírnir
Að hann komst í fremstu röð samtíðarmanna sinna meðan hann
stóð í blóma lífsins, orsakaðist af því, að til hans var leitað frem-
ur en flestra annarra, þegar eitthvert það mál var á döfinni, sem
vitsmunamann þurfti til að greiða úr, eða eitthvert fyrirtæki stóð
fyrir dyrum, sem forgöngumann þurfti til að hrinda í framkvæmd,
því að allir báru traust til séra Árna, að í höndum hans væri hverju
slíku máli eða fyrirtæki vel borgið. Þess vegna kemur hann meira
við sögu samtíðar sinnar, meðan hann er í fullu fjöri, en flestir
aðrir. Vitanlega voru uppi honum samtíða ýmsir afburðamenn að
gáfum, andlegrar og veraldlegrar stéttar, en að undanteknum
Magnúsi konferenzráði, ekki athafnamenn að sama skapi sem þeir
voru gáfu- og lærdómsmenn og skylduræknir embættismenn. Að
réttu lagi var það Magnús korferenzráð, sem fyrstur „uppgötvar"
Árna Helgason og sannfærist um hvílíkur málmur sé í þeim unga
manni, sem gerzt hafði húskennari hjá Magnúsi á Innrahólmi, ný-
kominn frá háskólanum, með ágætiseinkunn frá prófborðinu og
gullmedalíu háskólans fyrir latneska ritgjörð um guðfræðilegt
úrlausnarefni, sem háskólinn hafði auglýst til verðlauna. Pyrir
áhrif frá Magnúsi hættir séra Árni við að fara til Vatnsfjarðar,
en tekur í þess stað miklu lakara brauð, Reynivelli í Kjós, því að
Magnús vildi hafa hinn unga prest nær sér en vestur við ísafjarð-
ardjúp. Þar í Kjósinni skýtur upp hugmyndinni um stofnun hins
íslenzka Bókmenntafélags, hvort í brjósti séra Árna eða Rasmusar
Rasks, um það verður ekkert fullyrt (þeir eignuðu hvor öðrum
hugmyndina: Rask séra Árna, og séra Árni Rask!), sennilega er
þó hugmyndin í upphafi Rasks. Þremur árum síðar gerist Árni
dómkirkjuprestur i Reykjavík og fær þegar á sig bezta orð sem
einn af meztu kennimÖnnum landsins. Árið 1816 eru stofnuð þau
tvö félög: Bókmenntafélagið og Biblíufélagið og er séra Árni mikið
riðinn við bæði, við Bókmenntafélagið sem fyrsti forseti þess (í
32 ár) og við Biblíufélagið sem ritari þess, því að sjálfsagt þótti,
að biskup væri forseti slíks félags, en í rauninni lentu allar fram-
kvæmdir þess ó séra Árna. Það kom ekki sízt í ljós þegar endui'-
skoðun biblíuþýðingar vorrar komst á dagskrá. Hann vinnur að
þýðingu Jóh. guðspjalls og endurskoðun þeirra sjö almennu bréfa
á árunum 1825 og ’26 og sér að mestu um prentun Nýjatestamentis-
ins (1827). Og við endurskoðun Gamla testamentisins á árunum
1838—’41 endurskoðar og þýðir hann fullan helming gamlatesta-
mentisins og í ofanálag allar apokrýfu bækurnar (nema fyrri
Makkabeabók). Auk þess vinnur hann (fyrir áskorun konferenz-
ráðs) að útgáfu „Helgidagaprédikana árið um kring“ (þ. e. „Árna-
postillu", sem kemur út í 2 útgáfum), gefur út „Sunnanpóstinn"
í þrjú ár (það gerði hann aðallega sem forseti Bókmenntafélags-
ins), gegnir hvað eftir annað kennarastörfum á Bessastöðum og
heldur heimaskóla í Görðum; hann þykir sjálfkjörinn í embættis-