Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 14
Skírnir
Einar Benediktsson
11
— sama hugsunin, sem kemur fram í Stefjahreimi og
ýmsum öðrum kvæðum hans. En um ekkert af öllu þessu
er hægt að fjölyrða. Eg vil aðeins enn staldra við eitt
.erindi:
Eg- þykist skynja hér sem djúpt í draum,
við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum,
þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur,
af þekking æðri verður lagt í taum.
— Er hugarvaldsins voldug öld oss nær,
þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur,
þá auga manns sér allri fjarlægð fjær,
þá framsýn andans ljósi á eilífð slær
og mustarðskorn af vilja björgin brýtur.
Hvaða útúrdúr er þetta, má spyrja, frá hugleiðingunum
um beizlun fossins? Er þetta annað en myrkir draum-
órar og glæsilegt orðagjálfur? Já, það er annað. Þarna
talar skáldið sjálft, af ríkari innri sannfæringu en nokk-
urs staðar annars í kvæðinu. Þarna er hann að lýsa sinni
persónulegustu reynslu, þótt í fáum orðum sé gert.
Það mun hafa. verið nokkuð almennur skilningur á
skáldskap Einars Benediktssonar lengi vel, að kvæði
hans væru barin saman af frábærum gáfum og mann-
viti, en í þau vantaði hina goðbornu andagift, innblást-
urinn, hinar djúpu tilfinningar. Þessari skoðun lýsti einn
samtíðarmaður hans prýðilega í tímaritsgrein: „Jafnan
sýður niður í hvernum, þegar hann hefir gosið. Hann er
gæddur fallanda eðli og stíganda. Þess vegna er Geysir
gersemi. En tilbúnir gosbrunnar ,eru með öðrum hætti
og geta þó gert vel sínar sakir. Og nú datt mér í hug
Einar Benediktsson".1) Svo mörg eru þau orð. Matthías
var í augum íslendinga hið innblásna skáld, skáldið af
guðs náð. Einar Benediktsson og Stephan G. Stephans-
son voru skáld af vitsmunum og vilja, þeim var allt
sjálfrátt vel gefið, en ekki hinn ósjálfráði guðsneisti.
Um Stephan skal eg ekki tala í þessu sambandi. Það
kemur ekki málinu við. Og fjarri væri mér að gera lítið
1) Guðmundur Friðjónsson í Skírni 1912, 51. bls.