Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 11
8
Sigurður Nordal
Skírnir
Einari Benediktssyni var þetta meira en skáldleg-
draumsýn. Hann lét ekki sitja við Ijóðin tóm. Um margra
ára skeið reyndi hann að koma hugmynd sinni um stór-
fellda virkjun íslenzkra fossa í framkvæmd og var kom-
inn vel á veg með það, þegar kreppan eftir heimsstyrj-
öldina og breytt tækni stöðvaði allt saman. Þetta svo-
nefnda fossabrask Einars og ýmis önnur stórfyrirtæki,
sem hann reyndi að hleypa af stokkunum, juku ekki álit
hans hjá íslendingum. Sumir töldu það goðgá að spilla
fegurð landsins með virkjun hinna tígulegu fossa, eða
þeir kviðu því, að stóriðjan mundi gera þjóðina að þrælk-
uðum verksmiðjulýð og erlent auðmagn verða sjálfstæði
hennar háskalegt. Það var sagt, að ekkert vekti fyrir
Einari nema að auðga sjálfan sig og hann væri lítt vand-
ur að brögðum til þess. Þegar svo allt fór út um þúfur,
þóttust menn fá staðfestingu þess, að það hefðu v.erið
tómir glæfrar. Það er sjaldan vandgert við þann, sem
bíður ósigur.
Það er ekki mitt meðfæri að fella rökstuddan dóm um
athafnir Einars Benediktssonar á fjármálasviðinu. En
eg er viss um, að almannadómur um þær er reistur á lít-
illi sanngirni og enn minni þekkingu. Handa sjálfum
sér hafði hann ekki annað upp úr þeim en sæmileg fjár-
ráð um miðbik æfi sinnar, sem meðal annars leyfðu hon-
um að ferðast víða um lönd og búa í stórborgum. Þær
gersimar í ljóðum hans, sem hann sendi Islandi heim úr
útivistinni, ættu að kenna löndum hans að fyrirverða sig
fyrir að telja það eftir honum, sem hann græddi á fé-
sýslu sinni. Sá gróði varð líka ekki meiri en svo, að hann
er fyrir löngu orðinn snauður maður. Hann mun heldur
aldrei hafa langað til þess að safna auði. Konungsgarð-
ur hans var ekki rúmur inngangs, ,en þröngur brottfar-
ar, eins og Snorri segir, heldur eyddi hann fénu jafnör-
látlega og hann aflaði þess stundum skjótlega. í höll
hans var ekkert rúm fyrir nurlarakistil með handraða
fyrir smáskildinga. Það vakti líka áreiðanlega annað og
meira fyrir Einari en eigin hagsmunir. Sú var sannfær-