Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 81
78
Baldur Bjarnason
Skírnir
stórkostlegum gljúfrum og giljum og loks himinháir
fjallgarðar, með jökla á hæstu tindum. Víða eru fjöll-
in eldbrunnin með gígum og útbrunnum eldborgum.
Þar eru líka fjöll, sem gjósa enn í dag, t. d. eldfjallið
Orisaba í Suður-Mexíkó, hæsta fjall landsins, hulið jökli
og bólstrað skýjum allt árið um kring. Það er hið forn-
helga fjall Mexíkómanna; og hugðu þeir, að sumir af
guðunum ættu heimkynni sín að baki skýjabólstranna
uppi á jökultindunum miklu.
Fjallgarðarnir lækka, er vestar dregur. Sums staðar
eru þeir gróðurlausir með öllu, sums staðar vaxnir fögr-
um háfjallagróðri, líkt og í Alpafjöllum Evrópu; í und-
irhlíðunum er víða skógur. En vestan fjallgarðanna
liggur mexíkanska hásléttan, og er hún aðalhluti lands-
ins. Hásléttan er víða marflöt, en þó eru þar fjöll á
stangli. Loftið er þurrt og þunnt, oft er þó steikjandi
heitt. Norðan til á hásléttunni eru víða eyðimerkur með
einstaka vinjum á víð og dreif. Þar búa menn í dreifð-
um smáþorpum, en víða eru ekki mannabústaðir á
margra mílna svæði. Ekkert kvikt hrærist á glóðheitum
söndunum, og ekkert jurtalíf finnst þar, nema skugga-
legir kaktusar teygja þar sums staðar upp kræklur sín-
ar. En eftir því, sem sunnar dregur, verður hásléttan
frjórri og byggðin þéttari. Syðsti hluti hásléttunnar,
Anahuacdalurinn, er mjög frjósamur og þéttbýll; þar
skiptast á víðáttumikil akurlendi og gróðursæl beiti-
lönd; bændaþorpin liggja þar hvert við annað, og sums
staðar liggja stórar, fagrar borgir, þar á meðal höfuð-
borgin, Mexíkóborg. Vestan við hásléttuna taka við
fjallgarðar af nýju, en nokkru lægri en austurfjöllin.
Kyrrahafsströndin er hærri en austurströndin og lofts-
lagið lítið eitt svalara. Hinn gróðurlausi Sfc óbyggði
Kaliforníuskagi liggur undir Mexikó; hann liggur milli
Kyrrahafs og Kaliforníuflóa; en lengst í suðri og austri,
sunnan við Mexíkóflóa, liggur skaginn Yukatan, heit-
asta héraðið í Mexíkó og hið frjósamasta frá náttúr-
unnar hendi. Er hann nú að mestu þakinn risavöxnum