Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 87
84
Baldur Bjarnason
Skírnir
og að lokum voru Spánverjar hraktir á brott og Mexíkó
varð sjálfstætt ríki. Einn af hershöfðingjum Mexíkó-
manna tók sér keisaratitil og ríkti sem einvaldur í Mexí-
kó 1822—23, en var síðan hrakinn frá völdum. Hann
flutti til Evrópu, en undi þar ekki og fór aftur til ætt-
jarðar sinnar 1824, en var þá handtekinn og skotinn.
Mexíkó varð nú lýðveldi, en stjórnarfarið varð mjög
á ringulreið. Allir þeir kraftar, sem legið höfðu huldir
með þjóðinni, brutust fram eftir að spánska okinu hafði
verið létt af. 1 meir en 30 ár gekk ekki á öðru en sífelld-
um byltingum og borgarastríðum í landinu.
Þær borgarastyrjaldir, sem geisað hafa í hinum
spönskumælandi ríkjum Suður-Ameríku, hafa oftast
stafað af baráttu einstakra hershöfðingja og stjórn-
málamanna um völdin, þær hafa verið háðar af keypt-
um leiguhersveitum, sem ekki hafa haft neitt annað
markmið en að koma sínum foringja í valdastólinn.
Meginþorri alþýðunnar hefir .eflaust verið hlutlaus í
þessum skærum. í Mexíkó hefir þetta verið á annan veg.
Borgarastríðin þar hafa verið háð milli heilla stétta og
floltka um stjórnmál, sem átt hafa djúpar rætur í þjóð-
lífi og þjóðfélagsskipulagi Mexíkómanna. Hinar upp-
runalegu deilur hófust straks eftir 1820 milli kaþólska
flokksins og demókratanna. Til þess að skilja deilur
þessara flokka, v.erður að athuga þjóðfélagsskipulag
Mexíkómanna, eins og það var á fyrri hluta 19. aldar.
Meginhluti jarðeignanna í landinu var í höndum kirkj-
unnar og hafði svo verið frá því á 16. öld. Aðeins í af-
skekktum héruðum hafði bændum tekizt að halda jörð-
um sínum. Vellauðugir jarðeigendur áttu líka feikna
lendur víða í landinu. Allar námur og skógar í landinu
tilheyrðu kirkjunni og stórjarðeigendunum. Það mátti
því heita svo, að hinir spanskættuðu háklerkar og stór-
jarðeigendurnir, sem líka voru eflaust af hreinspönsk-
um ættum, ættu því nær allan auð landsins. Hin fjöl-
menna alþýða, sem að mestu var af Indíánakyni, oft þó
blönduð spönsku blóði, var réttlaus, auðrænd og undir-