Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 128
Skírnir
Guðmundur Friðjónsson
125
Karlarnir urðu sjóvíkingar við að kveða þessa bögu og
komust á loft við þá hugsun, enda er vísan vel gerð og á
sinn hátt. — Þá er þessi vísa úr Bernótusarrímum harla
hljómrík:
Raular rá og gaular grá
Gjálp ósmá er hjálpa má.
Hjólin þá og ólin á
ýla um bláa sílalá.
Sigurður Breiðfjörð brá sér oft á snilldarleik, þegar
hann orti siglingavísur. En Bólu-Hjálmar tók þó föstust-
um tökum á dragreipum og stýri, þegar hann lét vaða
á súðum:
Kyljan meiri klökkum hlóð,
klæddi fjalla dranga
meðan dreyra Vignis vóð
vængjuð neglu slanga.
Merkur kvæðamaður í smíðahúsinu þótti mér Sigurð-
vi’ á Hálsi, föðurfaðir ritstjóra ,,Vikunnar“. Hann var
þó skjálfraddaður, en eigi fram yfir það, sem söngsálir
vorra daga eru, þær sem hafa lært konstina utanlands.
Sigurður var úfskurðarmaður og sá eg eitt sinn þær
klípitengur í höndum hans. En hrædd voru börn við þá
gesti, svo sem nærri má geta — gesti, sem ollu þeim
sársauka. Sagan segir, að Eiríkur jarl Hákonarson hafi
þeðið bana af úfskurði, og veit eg eigi til, að hann sé
annars staðar nefndur í fornsögum vorum.
Benedikt prófastur mælti fyrir skál brúðhjónanna og
var mjög glaður í bragði. Hann talaði hægt og tók dæmi
af hellunni eða hrauninu, sem bærinn Hraunkot stend-
Ur á, og tefldi þannig fram rökunum, að ást brúðhjón-
anna væri byggð á sams konar bjargi sem búskapur
þeirra. Og í öðru lagi mælti hann fyrir íslands minni.
Eg hlustaði með athygli á ræður prófastsins og undr-
aðist þá hæfileika, sem sá maður var gæddur, er gat
íaælt af munni fram ræðu, án þess að hann ræki í vörðurn-
ar. Eigi dreymdi mig þá um það, að eg yrði þess umkominn,
°8' sannast það löngum, að margur á sín lengi að bíða.