Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 153
150
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
norður á bóginn; þeir urðu að gefa sig að veiðum því
meira sem lengur leið og treystu því minna á landbún-
aðinn, en veiðisæld var miklu meiri norðurfrá. Auk þess
var það venja að kaupmenn vitjuðu viðskiptamanna
sinna. íbúar Vestribyggðar, sem vonuðust eftir viðskipt-
um við evrópska kaupmenn, bjuggust við þeim norður til
sín. Þeir vildu ekki eyða þeim tíma í ferðalög suður á bóg-
inn, sem þeim var nauðsynlegastur til veiða norðurfrá.
íbúar Eystribyggðar hafa verið orðnir forvitnir um
hagi Vestribyggðar-manna. Ef til vill hefir hinn nýi um-
boðsmaður stólsjarðanna verið góður sjómaður og áræð-
inn, langað til að sjá ný lönd, en þetta hvorttveggja er
mjög ríkt í eðli Norðmanna. Hann fann ástæðu til þess
að fara norður, en var þó hvorttveggja í senn, óðfús eftir
að sjá nýja staði og hálfhræddur við Eskimóana, sem
talið var að réðu yfir máttugum göldrum, eins og aðrar
svipaðar þjóðir (t. d. Lappar á Finnmörk í Noregi).
Þegar Ivar Bárðarson og menn hans komu á móts við
bæ í Vestribyggð, lögðu þeir upp að landi, án þess þó að
lenda, og sáu vel bæinn og dýrin, sem voru á beit í nánd
við hann. En mann sáu þeir engan. Eflaust hafa þeir
kallað á land og sjálfsagt hafa þeir sveimað þarna fyrir
framan nokkra hríð, unz þeir þóttust sannfærðir um, að
hér væri enginn lifandi maður í nánd. Þeir hurfu við svo
búið aftur suður til Eystribyggðar og skýrðu frá því, að
villimenn muni hafa gereytt íbúum Vestribyggðar.
Vér höfum engar upplýsingar um það, hvort íbúar
Eystribyggðar hafi fallizt á þá skoðun Ivars Bárðarson-
ar, að Vestribyggð hafi þá verið orðin eydd með öllu.
Skjal það, sem þetta er byggt á, er ekki einu sinni ritað
af ívari Bárðarsyni sjálfum, heldur er það ritað í Nor-
egi eftir heimkomu hans, eftir að hann hafði látið af
starfi sínu á Grænlandi. Þá mun hann hafa sagt ein-
hverjum þeim, ,er kunni að skrifa, frá minningum sínum
frá Grænlandi, og hefir sá hinn sami skrifað þær upp.
Á þann hátt er orðið til skjal það, er vér nú höfum að-
gang að, minningargreinar eftir óþekktan Norðmann uni
það, er ívar Bárðarson sagði honum frá.