Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 68
Skírnir
Bleikur
65
séð, hafði ég tekið eins og hvert annað, já, eins og töðu
á túni, eins og sauðkind eða stein í vegg . . . En starsýnt
varð mér á Guðlaugu, nítján ára unglingnum. Þessi
mýkt og hvíta og eins og manneskjan svifi áfram með
sól og tungl og ellefu stjörnur í augunum . . . Humm.
Það er fallegt í Múla á vorin: Fjallið gróið og jökull-
inn eins og guðsandlit yfir dalbotninum, túnið grænt og
slétt og sandurinn gulur og hvítur. Víkin eins og silfur
og fjörðurinn blár, svanir á víkinni og eyjar á firðinum.
Hmur úr hlíðinni, drottinn minn dýri, dynur frá ánni og
g'jálfur við sandinn . . . Og svo blóminn hennar Guðlaug-
ar mitt í þessu öllu saman eins og rauða í eggi. Mitt
unga blóð, mitt unga blóð, sem engu var vant!
Þögn um hríð. Svo hærra en áður:
•— Jam, hvers vegna ég var skilinn eftir heima, þeg-
ar Þórarinn fór með hina í verið. Jú, ég hafði aldrei á
sjóinn komið, en landverkum var ég þaulvanur, uppal-
Inn fram í Djúpadal. Og féð var margt hjá Þórarni og
ekki fyrir konur og börn að stússa við það frá því
snemma morguns og þangað til seint á kvöldin. Já, svo
var ég þá látinn verða eftir heima.
Hann spennti greipar:
-— Fleira kvenfólk, ungar stúlkur! Jú, satt er það.
En þetta voru eins og kræklóttar hríslur, kalnar í koll-
Inn og fjárbitnar. En h ú n . . . Það var ein reynihrísla
uPpi í hvolfinu nokkuð fyrir ofan bæinn, og þegar vind-
PHnn stóð þannig, þá fann ég af henni ilminn niður und-
ir tún. Svo fylgdi hann mér, þessi ilmur. Ég fann hann
^annski allt í einu, þegar ég var að stumra yfir lambá
uii í Fúlavogi, þar sem margra ára þarafýla var geymd
^ins og keyta í keraldi.
Nú brosti Símon.
■— Drekkið þið, vinirnir, sagði hann svo. — Nú, jæhja,
nins og þið viljið, rétt eins og þið viljið. Ég fæ mér þá
a&narseytil.
Hann tæmdi eitt staupið, strauk síðan skeggið og hall-
aði undir flatt:
5