Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 141
138
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
norður á 63° 45' n. br., eða nálægt 170 mílur á lengd. Frá
fyrrnefndu breiddarstigi norður á 65° n. br. eða nálægt því
var Vestribyggð, og svarar það nokkurnveginn til Godt-
haab-héraðs nú. í norðvestur þaðan, að minnsta kosti 300
mílum fyrir norðan heimsskautsbauginn, var svæði það, er
kallað var Norðurseta, en ekki er auðið að ákveða nákvæm-
lega hvar hún var. Meðan Eystribyggð var í mestum
blóma, á 12. og 13. öld, voru þar tólf kirkjur, eitt Ágústín-
usar-klaustur, eitt Benedikts-nunnuklaustur og nálægt 190
bæir; í Vestribyggð voru fjórar kirkjur og um 90 bæir.
Finnur Jónsson, prófessor við háskólann í Kaupmanna-
höfn, var fróðastur maður um Grænlahd að fornu. 1899
áleit hann, að íbúatala nýlendunnar hefði aldrei farið fram
úr 3000. í greinargerð, er birtist 30 árum seinna, hækkaði
hann áætlun sína upp í 9000. Á tímabilinu þar á milli hafði
mikið af bæjarrústum verið rannsakað og hafði hann því
annað og meira að byggja á en í fyrra skiptið.
Fræðimenn þeir, sem einungis hafa byggt á rituðum
heimildum ríkis og kirkju um sögu Grænlands, sem fund-
izt hafa í Róm, Noregi og á íslandi, hafa talið, að „síð-
asta ferðin, er sögur fara af“ til Grænlands hafi verið
farin annaðhvort 1410 eða 1448. Þeir héldu meira að segja,
að fyrir þann tíma hefðu allir bæir í Vestribyggð verið
komnir í eyði, en álitu þó, að búið hefði verið á flestum
ef ekki öllum bæjum í Eystribyggð, er landið hafði þarna
síðast samband við Evrópu.
Norrænir menn vitjuðu aftur Grænlands 1721 með til-
styrk Danakonungs, en undir forustu Hans Egedes, trú-
boða frá Noregi; hann taldi víst, að kristnir, norrænir
menn væru enn á Grænlandi, en mundu vera orðnir reik-
ulir í trúnni og ákvað að helga líf sitt því starfi, að endur-
vekja trú þeirra. Hann var ekki hinn fyrsti, er talaði þann
veg, því að öldum saman fram til 1492 var varla lát á
þeirri kröfu, þar á meðal frá sumum páfanna, að kaþólsk
kirkja væri efld á Grænlandi. Eftir siðaskiptin kom fram
sú ósk, bæði í Noregi og víðar, að bjarga Grænlendingum