Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 51
48
Guðni Jónsson
Skírnir
ekki lasinn. „Ónei, ekki er eg það“, svaraði Helgi, „en eg hefi óþægi-
legan verk fyrin brjóstinu". Fóru svo allir inn að matast, og leið
svó fram að hádegi, að Helgi var inni í bænum. Gerði hann þá boð
eftir tveim af piltunum að finna sig. Er þeir komu til baðstofu, lá
Helgi við herðadýnu í rúmi sinu. Segir hann þá við piltana: „Tak-
ið þið nú brekán, piltar mínir, og berið mig út í hlaðvarpann, veðr-
ið er svo gott. Eg get ekki verið inni í svona góðu veðri, mig lang-
ar til að horfa á ykkur slá, þó að ekki geti eg verið að verki með
ykkur í dag“. Gerðu þeir sem hann bað og báru hann út í hlaðvarp-
ann, bjuggu um hann í nýslegnu heyi og létu kodda undir höfuðið
á honum. Þegar þeir voru búnir að því, sagði Helgi: „Þakka ykkur
nú fyrir, piltar minir. Hér fer ágætlega um mig, og mér þykir gam-
an að sjá til ykkar“. Fóru svo piltarnir til vinnu sinnar, og leið
svo fram til miðmunda. Hafði þá einn piltanna orð á því, hvort
ekki væri rétt að fara og vita, hvernig Helga liði. Lagði þá einn
piltanna frá sér orfið og gekk heim i hlaðvarpann. Lá þá Helgi
eins og þeir höfðu lagt hann, með hönd undir kinn, og var ör-
endur".
Öll þessi saga, svo nákvæmlega og ýtarlega sem hún
skýrir frá öllum atvikum og svo skemmtileg mannlýsing
sem í henni er fólgin, hlýtur samkvæmt framan sögðu að
vera missögn ein. Það eitt, að sannað er, að Helgi deyr á
góu, þann 6. marz, nægir til þess að sýna það, þótt önnur
atvik væru ókunn. Hvernig slík missögn getur myndazt á
tiltölulega skömmum tíma, skal eigi rætt hér, en benda má á
það, að þau einkenni, er ríkust hafa þótt í fari Helga, hinn
ódrepandi kjarkur hans, vinnukergja og harka við sjálf-
an sig, birtist eins og í hreinni og stækkaðri mynd í þjóð-
sögunni, þar sem hann lætur bera sig út í teiginn til þess
að horfa á menn sína vinna, þegar honum er sjálfum varn-
að þess að ganga að verki með þeim fyrir sjúkleika sakir.
Sagan minnir á Egil ullserk, er ekki vildi verða ellidauð-
ur inni á pallstrám sínum, eða á Harða-Loft, sem kallaði
það örkvisahátt að stynja eða bera sig illa, þótt menn
fyndu til verkjar eða meiddu sig. En Loftur sá var for-
maður á Hellissandi til ellidaga. Eitt sinn, þegar hann kom
úr róðri, segir hann við háseta sína: „Beri þið upp afl-
ann, piltar, og bjargi þið skipinu; eg ætla að staulast upp
með árarnar“. Tekur hann allar árarnar undir hendur sín-