Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 176
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
173
mesta lagi 26, lærðar yfirsetukonur. Ein er sem sé líkast
til tvítalin, því að sennilegt er, að „sjötug yfirsetukerl-
ing“, sem talin er í Borgarprestakalli á Mýrum, sé sú hin
sama, sem talin er í Álftártunguprestakalli (næsta prk.
við Borgarprestakall) og þar er nefnd „afgömul yfirsetu-
kona, eiðsvarin". Úr yfir 100 prk. er það beinlínis tekið
fram, að þar sé engin skipuð yfirsetukona — ýmist kallað
„lögskipuð", „yfirheyrð“, „examíneruð“ eða „eiðsvarin“ —
en í mörgum þeirra er getið um konur, er hafi leyfi eða
séu „kosnar“ til ljósmóðurstarfsins. I sumum prestaköll-
unum voru þær „kosnar“ af presti og prófasti, í öðrum af
presti og meðhjálpara, af presti og hreppstjóra eða af
prestinum einum. Úr einu prk. er þess getið, að þar séu
2 yfirsetukonur, sín í hvorri sókn, „skikkaðar“ af prestin-
um með ráði meðhjálpara og hreppstjóra. Sums staðar er
sagt, að yfirsetukona sé kosin, en ekki tilgreint, hver kaus
eða hverjir. Sums staðar er þess getið, að engin hafi leyfi,
en samt „leyfa þær sér þá iðn“, segir á einum stað, og
„nauðsynin gefur og krefur leyfi í þeim tilfellum“, segir
á öðrum. Yfirleitt verður ekki séð, að amazt væri við starfi
ólærðra yfirsetukvenna, þótt ekki væru þær „kosnar“ eða
hefðu formlegt leyfi. „Þeim, er hafa vilja, lag og náttúru
til þeirrar iðnar, er engum meinað að fremja hana“, segir
í lýsingu úr Eiðaprestakalli (1841), og svipað er víðar
komizt að orði. — Á stöku stað er getið um karlmenn, er
fáist við ljósmóðurstörf.
Hinar skipuðu eða „yfirheyrðu" yfirsetukonur skiptast
þannig í læknahéruðin: í héraði landlæknis voru 6 (2 í
Gullbr,- og Kjósarsýslu, 4 í Borgarfjarðarsýslu); í syðra
héraði Vesturamtsins 5 (eða 4, sjá hér á und-
an); í nyrðra héraði Vesturamtsins 1 (í Stranda-
sýslu); í héraði Jósefs Skaftasonar 1 (í Húnavatnssýslu);
í austurhluta Norðlendingafjórðungs 4 (2 í austanverðum
Skagafirði og 2 í Eyjafjarðarsýslu); í Austfirðingafjórð-
ungi engin; í eystra umdæmi Suðuramtsins 7 (2 í Vestur-
Skaftafellssýslu, 3 í Rangárvallasýslu og 2 í Árnessýslu).
úoks voru 2 í Vestmannaeyjum. — Auk sjálfrar fæðar