Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 65
62
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
Síðan settist hann á bekkinn beint á móti rekkjunni,
sem ég var í.
Hann teygði sig eftir einu staupinu, lyfti því og sagði:
— Skál, og velkomnir, vinirnir, í þessa vistarveru.
Hann saup á staupinu, tók síðan hin og drakk borð á
þau. — Nei, Jónas minn. Það veit ég. Þú ert ekki mikið
fyrir þetta. En lítill seytill skaðar engan. Gott fyrir
brjóstið. Það man ég, að hann faðir þinn heitinn sagði
einu sinni, þegar hann kom að Djúpadal . . . Ehe. Þor-
steinn, súptu þetta bara. Það er meira, þar sem þetta
var — og nóg er í Ríkinu, vinurinn. Ég bæti í glösin.
Hann fyllti öll glösin á ný, og svo stakk hann flösk-
unni í vasann, hallaði sér áfram og lét handleggina
hvíla á hnjám sér. Hann var hár maður og þrekinn, en
grannholda. Hann var jarphærður og slétthærður og
hafði móbrúnt alskegg, sem náði langt niður á bringu.
Andlitið var kinnfiskasogið og bláleitur roði á kinnbein-
unum. Nefið var hátt og þunnt, brúnirnar áberandi há-
ar og bogadregnar, og þegar hann lyfti þeim, kom á
andlitið einkennilegur spurnar- og íhugunarsvipur. Aug-
un voru lítil, gráblá og stillileg og um leið skýrleg, þó
að þau væru nokkuð rauðsprengd og dálítið sljóvguð
af ölvun.
Hann stundi makindalega:
— Hvernig hafið þið það svo, vinirnir? Segið þið mér
nú frá.
Hann virtist um hríð horfa hlustandi á einhvern. Síð-
an sagði hann:
— Huhu, vinurinn, — ojá, börnin sex, Þorsteinn
minn. Já, guð blessi þér börnin. Svoleiðis er nú fyrir
suma, já, suma. Og það er og. Og þetta er og.
Hann þagnaði og virtist enn hlusta. Svo mælti hann:
— Búinn að missa konuna, Jónas minn. Sá gangur-
inn er til á því. Hann fer vítt, sá bleiki, sækir já heim
mann og mann, vinirnir . . . Ekki svo að skilja: Ekki
hefi ég heyrt hann svo mikið sem hneggja við mínar
dyr, — en fótatakið kannski, svona í fjarska, já.