Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 113
110
Ólafur Lárusson
Skírnir
orðum allan skóg í landi þessara tveggja jarða. Það
myndi hún ekki hafa átt meðan þær voru í byggð, og
ítök þessi hefir kirkjan því ekki eignazt fyrr en eftir að
jarðirnar voru komnar í auðn. Máldagarnir sýna það
ennfremur, að skógur var í dalnum í öllu falli á síðari
hluta aldarinnar. Væri nú hin almenna skoðun rétt, og
hefði dalurinn eyðzt um miðja öldina af ösku- eða vikur-
falli, sem kæft hefði allan gróður í honum, þá er það
ekki sennilegt, að kirkjuhaldarar eða jarðeigendur nið-
ur um héraðið hefðu farið að afla sér ítaksréttinda þar
uppi í auðnunum. Annaðhvort eru því ítökin eldri en
þetta áfall, sem dalurinn á að hafa orðið fyrir, eða þá
að áfallið hefir ekki verið svo mikið, að það hafi eytt
skógargróðrinum. Yfirleitt virðist mér það, að svo
margra ítaka finnst getið í dalnum þegar á 14. öld,
benda til þess, að byggðin hafi eyðzt nokkuð snemma.
Þá er vitnisburður bæjarrústanna. Að sönnu hafa ekki
nema fáar rústir verið grafnar upp fram til þessa, og
fullnaðarskýrslur hafa enn ekki verið birtar um upp-
gröftinn í sumar sem leið. En þær upplýsingar, sem þeg-
ar hafa verið gefnar, virðast vera næsta merkilegar um
það atriði, sem hér ræðir um. Bærinn á Stöng hafði ver-
ið byggður aðeins einu sinni. Stöng sýnist hafa verið
einn helzti bærinn í dalnum. Þar bjó fóstbróðir höfð-
ingjans í Bræðratungu. Hann lifði á síðustu áratugum
10. aldar. Frá þeim tímum eru rústirnar, sem þar eru
nú. Húsin voru úr torfi og grjóti, og allir vita, að slík
hús endast ekki lengi í votviðrunum hér á Suðurlandi,
og það væri fullkomin fjarstæða að láta sér koma til
hugar, að þessi hús hefðu getað staðið, án þess að vegg-
irnir væru hreyfðir, alla tíð niður á 14. öld, ein 400 ár.
Að bærinn ekki var byggður nema einu sinni, er ótvíræð
sönnun þess, að byggð hans hefir ekki varað lengi, og
er sennilegast, að hann hafi lagzt í eyði mjög skömmu
eftir fráfall Gauks Trandilssonar, ekki síðar en snemma
á 11. öld. Bærinn í Áslákstungu mun heldur ekki hafa