Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 117
114
Ólafur Lárusson
Skírnir
Páls sonar hans, bónda í Sandlækjarhjáleigu. Skrár
þessar sýna það, að þegar þær voru gerðar, voru enn
miklir skógar í dalnum, og það ekki aðeins í hlíðum
hans, heldur einnig niðri í dalnum sjálfum. Skrárnar
sýna það og, að ýmsar jarðir og kirkjur niðri um hérað-
ið áttu skógarítök þar efra, en mestur hluti skóganna
var þó eignaður Skálholtsstað og sumt jafnvel talið vera
almenningur af sumum mönnum. I skránni frá 1615
kemst Oddur biskup svo að orði, að hann vildi að „af-
tækist éða aflegðist sú mikla óvenja um sókn og yrkju
þeirra úr Rangárvallasýslu fyrir austan Þjórsá, þar þeir
fara árlega bæði haust og vor í þessa skóga so sem í
aðra almenninga, hvað móti líkindum er, að þeir muni
eiga allir þar tiltölu til með réttu“. Af þessari athuga-
semd er það ljóst, að um þessar mundir hafa ekki aðeins
Árnesingar notað skóga þessa, heldur jafnvel líka menn
úr Rangárvallasýslu. í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns er víða minnst á skógana í Þjórsárdal.
Getið er um skógarítök margra jarða þar efra, og oft
tekið fram, að þau séu þá annaðhvort mjög tekin að
eyðast eða jafnvel orðin gereydd „af langvarandi brúk-
un“. En auk þess, að slík ítök fylgdu tilteknum jörðum,
þá áttu allir landsetar Skálholtsstóls um Flóa, Skeið og
Gnúpverjahrepp, — og stóllinn átti allan þorra jarðanna
í þessum sveitum —, frjálst skógarhögg í skógum stóls-
ins í dalnum. Vér getum farið nærri um það, hvílíkum
ágangi skógarnir hafa sætt, þegar svona var í garðinn
búið. Ár hvert hefir verið gert þar til kola og höggvinn
raftviður frá mörgum tugum heimila. Allir vita hversu
mikið skeytingarleysi og skammsýni menn sýndu í með-
ferð sinni á skógunum fyrr á tímum, og þessi mikla
áníðsla mun hafa valdið mestu um uppblástur dalsins.
Eftir því sem skógurinn hvarf hefir landið blásið upp,
og afréttarféð hefir svo á hverju sumri tínt upp nýgræð-
inginn, sem var að reyna að græða foksárin, og komið
í veg fyrir það, að landið fengi að hafa frið til þess að
gróa upp aftur. Sandauðnin í Þjórsárdal er eitt vitnið