Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 177
174
Sigurjón Jónsson
Skírnir
yfirsetukvenna er það áberandi, hve ójafnt þær skiptast
á héruðin. Langflestar eru í Sunnlendingafjórðungi, 15
alls, þar af 2 í einni sókn, en hins vegar aðeins 2 á öllu
svæðinu frá Breiðafirði til Skagafjarðar, og alls engin í
Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu.
V.
Þetta er þriðja spurningin (65. sp.) varðandi heilbrigð-
ismál:
„Hverjir sjúkdómar eru þar almennastir, eru þar nokkr-
ir sérlegir sjúkdómar (t. a. m. ginklofi, holdsveiki) og'
hverjir ?“
Orðalag spurningarinnar er merkilega óljóst, og upplagt
til að valda misskilningi, enda er auðséð, að margir prest-
anna hafa misskilið hana, eða verið í vafa um, hvernig
skilja bæri. Svo er að sjá sem flestir þeirra hafi litið svo
á, að greina ætti aðeins frá því, hvaða sjúkdómar væru al-
mennastir, þegar svörin voru samin, en þótt orðalag spurn-
ingarinnar styðji þann skilning, hlýtur meiningin þó að
hafa verið, að einnig bæri að taka tillit til nokkurs árabils
á undan, Svör eins og: „Nei“, „Hér eru ekki neinir tiltak-
anlegir sjúkdómar", „Engir sjúkdómar eru hér tiltakan-
lega almennir", eru væntanlega á þessum (mis)skilningi
byggð. — Allmargir prestanna virðast ekki hafa tekið eft-
ir nema síðari hluta spurningarinnar. Á það benda svör
eins og: „Engir sérlegir sjúkdómar eru hér“ (talsvert
víða); „engir sjúkdómar, er hér í sókn liggi“; „engir sjúk-
dómar frábrugðnir því venjulega"; „engir hér nefndir né
aðrir óvanalegir sjúkd. gera hér vart við sig“; „hér ganga
engir af þeim umspurðu sjúkdómum", o. m. fl. Einn prest-
urinn (séra Hjálmar Gíslason, faðir Gísla læknis) svarar
spurningunni svona: „Sjúkdómar eru hinir sömu og ann-
ars staðar tíðkast hér austanlands“. Eins og menn sjá, er
lítið á svona svörum að græða. Þó má' ætla, að þeim prest-
um, er þessi svör sendu og því um lík, hafi ekki verið kunn-
ugt um holdsveiki eða ginklofa í sóknum sínum, og ekki
heldur þeim, er senda ítarlegri svör og geta þeirra að engu.