Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 144
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
141
Vatikansins, enda er það lítið rannsakað enn að gögnum
um samband Evrópu og Ameríku fyrir daga Kolumbusar.
Eins og á stendur, kemur þetta þó lítið að sök, því að páf-
inn tekur upp efni bréfsins í svarbréfi sínu til erkibisk-
upsins.
Páfinn veitir því athygli, sem erkibiskupinn segir um
það, að Grænland sé fjarlægt land, og um þá erfiðleika,
eins og hér standi á, að framfylgja þeim fyrirmælum að
visitera sjálfur alla staði norska konungsríkisins, í því
skyni að safna tíundum. Grænlenzka biskupsdæmið sé svo
langt í burtu, að þangað sé ekki hægt að ná fyrir gjald-
daga tíundanna. Auk þess að þó að til Grænlands sé komið,
sé þar svo strjálbýlt, að menn verði að ferðast með tjöld
milli byggðanna. Og loks þegar tíundum hafi verið náð
saman, með miklum erfiðismunum, þá gangi ekkert skip
til Noregs það sumarið. Páfinn skilji það nú, af bréfi erki-
biskupsins, að það geti tekið fimm ár, frá því að erki-
biskupinn fær fyrirmælin frá yfirboðurum sínum, að safna
skattinum og koma honum til Noregs. Samt sem áður býð-
ur páfinn erkibiskupnum að ráða hæfa menn til þessa
starfs og leggja sig allan fram um að tíundunum verði
safnað.
Árið 1279 kom enn bréf í Vatikanið frá erkibiskupn-
um í Niðarósi og fjallaði um tafir þær, sem orðið hefðu
á að ná saman grænlenzka skattinum. Nikulás páfi III.
skrifaði 31. janúar 1279, að páfastóllinn hefði ef til vill
verið nokkuð fljótur á sér að bannfæra Grænlendinga
tyrir það, hve seinir þeir væru á sér að greiða tíundirn-
ar» og tilkynnti erkibiskupnum, að þeir væru leystir úr
banni.
Árið 1282 skrifar Martinus VI., að hann skilji það af
bréfi .erkibiskupsins, að skatturinn hafi nýlega verið
Sreiddur með húðum og svarðreipum — vöru, sem meira
en nóg sé framleitt af í Noregi, og sé því mjög erfitt að
koma henni út þar. Erkibiskupinn spyrst því fyrir um,
bvort hann ætti að selja vöruna fyrir einhverja litla upp-
bæð, hvort hann ætti að geyma hana, unz verðið kynni