Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 216
Skírnir
Ritfregnir
213
er hinn sami um báðar deildir, og sameinað alþingi kýs hlutbundn-
um kosningum þingmenn til efri deildar.
Þótt ritið beri nafn af deildum alþingis, þá geymir það í raun
réttri greinargerð um löggjafarþing landsins í heild. Það er bein-
linis handbók um alþingi, skipun þess og störf. Og höf. lætur ekki
nægja, að skýra stjórnskipunarlögin og þingsköpin út af fyrir sig,
heldur hefir hann rækilega kannað Alþingistíðindin um hvað eina
og greint þaðan það, er hann hefir talið máli skipta. Hefir það ver-
ið seinunnið verk og, að því er virðist, ekki allt af skemmtilegt.
Jafnvel sumum mun þykja óþarflega nákvæmlega út í þá sálma
farið. Við þessu liggur þó það svar, að mikils er um það vert, að
efni sé nokkurn veginn tæmt, svo að ekki þurfi síðar við að bæta.
Er og einatt álitamál, hvað taka skuli og hverju sleppa. Þó gæti eg
trúað því, að ef höf. hefði gefið út þetta rit 10—15 árum síðar
eftir að hann hefði enn rækilegar lcannað efnið og sáldað, þá hefði
það orðið að mun styttra á sumum köflum. Hann mundi þá varla
hafa greint svo rækilega ýmsar fullyrðingar og athugasemdir
margra þingmanna sem hann hefir nú gert, heldur annað hvort
gengið alveg fram hjá þeim eða látið nægja tilvísun í Alþingistíð-
indin, þar sem við átti.
Eins sakna eg í bók þessari, og það er rækileg efnisskrá. Að vísu
er venjulegt, stutt efnisyfirlit framan við bókina, en hún er svo
niargþætt og efnismikil, að mjög hefði verið æskilegt, að efnisskrá
hefði fylgt henni.
Lagamál hér á landi má nú heita orðið allsæmilegt, og sumra
ngætt. Málið á „Deildum alþingis" virðist einnig yfirleitt vera gott.
Það er hreint og blátt áfram, og undantekning, ef að því má finna
nieð rökum. Greinargerð er ljós, og ætla eg, að hver meðalgreind-
ur maður geti sér þrekraunarlaust lesið bókina til fulls gagns.
Prófessor Bjarni Benediktsson hefir með riti þessu innt af hendi
meira en venjulegt ,,dægurverk“. Rit hans mun reynast traustur
leiðarvísir öllum þeim, er vilja kynna sér skipun og störf alþingis
frá 1875—1939. Það mun allt af verða grundvallarrit um það efni
°g bera höf. vitni um glöggskyggni og óþreytandi dugnað.
E. A.
Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni, hæstaréttardómara, dr.
iuris., sextugum 24. febrúar 1940. Reykjavík, ísafoldarpr.sm. h.f.
Með þessu myndarlega ritsafni var Einar Arnórsson heiðraður
a sextugsafmæli hans s.l. vetur. Að því stendur hópur 138 manna,
lögfræðinga, vísindamanna og stjórnmálamanna. Það var mjög að
v°num, að Einars Arnórssonar væri minnzt á þennan hátt. Hann
hefir orðið allra núlifandi manna áhrifaríkastur um íslenzka lög-
f^æði. Hann hefir tekið þátt í löggjafarstarfi þjóðarinnar, með
setu í rikisstjórn, á alþingi og eins við undirbúning mikilvægra