Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 110
Skirnir
Eyðing Þjórsárdals
107
verið til muna minni, má telja alveg víst, að kirkja hefði
verið þar, og þegar til þess er litið, hversu fjarri dalur-
inn er Stóra-Núpi, þá má einnig telja víst, að kirkjan í
dalnum hefði verið sóknarkirkja og að þar hefði verið
sérstakur prestur, en kirkjunni ekki v.erið þjónað neðan
frá Núpi. Páll biskup myndi því hafa tekið þessa kirkju
á kirknaskrá sína. Nú vitum vér, að kirkja var á Skelja-
stöðum, en hún er ekki nefnd í skránni og engin önnur
kirkja í dalnum. Kirkjan á Skeljastöðum var þó graftr-
arkirkja og væntanlega hefir hún því verið sóknar-
kirkja. Líklegasta skýringin á því, að hún ekki er talin
í kirknaskránni er sú, að það sé vegna þess, að hún hafi
verið affallin, er skráin var gerð, og þá lögð niður fyrir
svo löngum tíma, að talið hafi verið, að hún væri fallin
af fyrir fullt og allt. En sennilegasta ástæðan til þess,
að kirkjan var lögð niður, er sú, að jörðin hafi lagzt í
eyði, og jafnvel byggðin í dalnum í heild sinni. Ef
Skeljastaðir hefðu lagzt í eyði, en byggðin í dalnum
haldið sér að öðru leyti, myndi kirkjan hafa verið flutt
á annan bæ, og sá kirkjustaður hefði þá væntanlega
verið talinn í kirknatalinu. En svo er ekki, enda er
ókunnugt um, að kirkja hafi verið annars staðar í daln-
nm. Þetta virðist mér gefa sterkar líkur fyrir því, að
Þjórsárdalur hafi verið kominn í auðn alllöngu fyrir
1200, að Sandártungu einni undanskilinni, sem var neðsti
bærinn í dalnum. Að sönnu er kirknatalið ekki nú fylli-
lega í sinni upphaflegu mynd, og þ.ess vegna er hugsan-
legt, að fallnar séu niður úr því einhverjar kirkjur, sem
Þar voru taldar í fyrstu. En það er þó ekki líklegt. Svo
mikið er víst, að í kirknatalinu eru taldar nokkrar kirkj-
ur, er lagðar hafa verið niður svo snemma, að vér höf-
um enga heimild fyrir því, að þær hafi nokkurn tíma
verið til, aðra en kirknatalið. Hefir verið jafnmikil
ástæða til að fella þær kirkjur niður af skránni og
Skeljastaði, hafi það verið gert. Eg vil enn geta þess,
að til eru máldagar kirkna, sem lögðust niður á 14. öld,
svo sem Skarðs á Rangárvöllum og Rauðalækjar. Ef